Hljóðbrot
Litlu dauðarnir - Stefán Máni

Litlu dauðarnir

Litlu dauðarnir

3.41 147 5 Höfundur: Stefán Máni Lesari: Baldur Trausti Hreinsson
Sem hljóðbók.
Kristófer Sveinbjörnsson virðist lifa hinu fullkomna lífi. Hann er í öruggri vinnu, kvæntur konu af góðum ættum og saman eiga þau heilbrigðan dreng. En ekki er allt sem sýnist.Daginn sem hann missir vinnuna byrjar veröldin bókstaflega að molna undan fótum hans, litlar lygar verða að stórum vandamálum og einfaldar áætlanir breytast í ógnvænlega martröð sem engan endi ætlar að taka. Í örvæntingu sinni flýr Kristófer með fjölskylduna út á land en hann getur hvorki flúið sjálfan sig né fortíðina – farangurinn er lítið annað en svik, leyndarmál og lygar. Hvað gerðist í febrúar 2007? Í þessari mögnuðu sögu sýnir metsöluhöfundurinn Stefán Máni á sér nýjar hliðar. Hann skyggnist lengra og dýpra en áður í lýsingu sinni á Kristófer og fólkinu hans, spennan er ekki síður í sálarlífinu en í sökkvandi stoðum hins borgaralega lífs söguhetjunnar.
Tungumál: Íslenska Flokkur: Spennusögur Þýðandi:

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Skynjun
Útgefið: 2014-11-07
Lengd: 8Klst. 13Mín
ISBN: 9789935180728
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Prófaðu frítt í 14 daga