Hljóðbrot
Martröð í Mykinesi - Magnús Þór Hafsteinsson, Grækaris Djurhuus Magnussen

Martröð í Mykinesi

Martröð í Mykinesi

4,37 96 5 Höfundur: Magnús Þór Hafsteinsson, Grækaris Djurhuus Magnussen Lesari: Vera Illugadóttir
Hljóðbók.
Laust fyrir hádegi 26. september 1970 brotlenti Fokker Friendship-vél Flugfélags Íslands í roki, þoku og rigningu undir tindinum Knúki á Mykinesi í Færeyjum. Alls voru 34 um borð í fullsetinni vélinni. Fjögurra manna áhöfnin var skipuð Íslendingum og tveir í farþegahópnum voru frá Íslandi.

Flak vélarinnar fannst ekki fyrr en nokkrum klukkustundum síðar. Þá voru átta látnir en 26 á lífi. Björgunaraðgerðir hófust við afar erfiðar aðstæður. Mykines var einangruð klettaeyja með fáum íbúum sem lifðu af búskap, fuglatekju og fiskveiðum. Fólkið þar stóð frammi fyrir hópslysi sem enginn hafði ímyndað sér að gæti orðið í Færeyjum.

Björgunarlið, sem var sent til Mykiness, varð að glíma við illviðri og miklar torfærur á leið sinni á slysstaðinn. Áhöfn flugvélarinnar og þau úr farþegahópnum sem gátu staðið á fótum urðu sjálf að ganga ofan af fjallinu til byggða.

Þessi bók lýsir einstakri og ógleymanlegri sögu sem hefur ekki nema að örlitlu leyti komið fyrir sjónir íslenskra lesenda fyrr. Hér má lesa um hetjudáðir, hugprýði, fórnir og æðruleysi, en líka um þjáningar, sorg og eftirsjá. Enginn sem lætur sig varða mannleg örlög getur látið þessa bók fram hjá sér fara. Í einstökum lestri Veru Illugadóttur.
Tungumál: Íslenska Flokkur: Ævisögur Þýðandi:

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Storyside
Útgefið: 2021-06-09
Lengd: 10Klst. 11Mín
ISBN: 9789152161579
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Prófaðu frítt í 7 daga