Hljóðbrot
Sprengivargurinn - Liza Marklund

Sprengivargurinn

Sprengivargurinn

4,21 350 5 Höfundur: Liza Marklund Lesari: Birna Pétursdóttir
Hljóðbók.
Þegar undirbúningur fyrir Ólympíuleikana í Stokkhólmi stendur sem hæst springur sprengja í stúku nýja Ólympíuleikvangsins. Ein valdamesta kona Svíþjóðar ferst í sprengingunni.

Á meðan umfangsmikil og áköf leit lögreglunnar að morðingjanum stendur yfir fer Annika Bengtzon, blaðamaður á Kvöldblaðinu, að rannsaka málið og uppgötvar óvæntar tengingar sem aðrir virðast ekki hafa komið auga á.

Þar með er lesandinn lagður af stað í æsispennandi för með þekktasta blaðamanni sænskra spennusagna. Birna Pétursdóttir glæðir söguna lífi með frábærum lestri.

Bækur Lizu Marklund um blaðakonuna Anniku Bengtzon hafa komið út á yfir 30 tungumálum og notið gríðarlegra vinsælda. Sprengivargurinn er fjórða sagan í þessum bókaflokki, hér í frábærum lestri Birnu Pétursdóttur.
Tungumál: Íslenska Flokkur: Glæpasögur Seríur: Annika Bengtzon: 4 Titill á frummáli: Sprängaren Þýðandi: Anna Ragnhildur Ingólfsdóttir

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Mál og menning
Útgefið: 2022-09-15
Lengd: 12Klst. 35Mín
ISBN: 9789979346746
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Byrjaðu áskrift núna