Hljóðbrot
Nornin - Camilla Läckberg

Nornin

Nornin

4,15 1057 5 Höfundur: Camilla Läckberg Lesari: Selma Björnsdóttir
Hljóðbók.
Hið illa snýr aftur til Fjällbacka.

Þegar hin fjögurra ára gamla Linnea hverfur frá bóndabýli rétt utan við Fjällbacka vekur það sárar minningar. Þrjátíu árum fyrr hvarf stúlka frá sama býli og fannst síðar myrt. Tvær þrettán ára vinkonur játuðu á sig verknaðinn. En frömdu þær í rauninni morðið?

Og er það tilviljun að Linnea hverfur á sama tíma og önnur stúlkan er nýkomin heim á fornar slóðir, nú heimsfræg leikkona?

Patrik Hedström og kollegar hans á lögreglustöðinni í Tanumshede komast ekki hjá því að kanna hvort þessi tvö mál tengist, þótt þeim finnist það langsótt skýring. Þeir fá aðstoð frá Ericu Falck, sem hefur nokkru áður hafist handa við undirbúning bókar um gamla morðmálið. Rannsóknin ýfir upp gömul sár og sögur fara á kreik. Ótti heimafólks við fortíðina og hið ókunna hefur skelfilegar afleiðingar í för með sér.
Tungumál: Íslenska Flokkur: Glæpasögur Seríur: Fjällbacka: 10 Titill á frummáli: Häxan Þýðandi: Sigurður Þór Salvarsson

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Storyside
Útgefið: 2018-05-30
Lengd: 23Klst. 6Mín
ISBN: 9789935181435
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Prófaðu frítt í 14 daga