Hljóðbrot
Stúlkan með snjóinn í hárinu - Ninni Schulman

Stúlkan með snjóinn í hárinu

Stúlkan með snjóinn í hárinu

4,11 1198 5 Höfundur: Ninni Schulman Lesari: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
Hljóðbók.
Rafbók.
Á ísköldu gamlárskvöldi hverfur sextán ára stúlka, Hedda Losjö, frá heimili sínu í útjaðri Hagfors í Vermalandi í Svíþjóð. Lögreglumennirnir Petra Wilander og Christer Berglund fá málið til rannsóknar. Fljótlega kemur í ljós að hin samviskusama Hedda hefur lifað tvöföldu lífi.

Skömmu síðar finnst lík ungrar stúlku í jarðhýsi nokkrum kílómetrum frá heimili Losjö-fjölskyldunnar. Stúlkan er nakin og hefur verið myrt með skoti í hnakkann. Er þetta Hedda?

Eftir erfiðan skilnað hefur blaðamaðurinn Magdalena Hansson flutt frá Stokkhólmi á heimaslóðir sínar í Hagfors. Hún vonast til að kyrrðin og öryggið á æskustöðvunum veki með henni lífsgleðina á ný. Magdalena verður gagntekin af örlögum Heddu og fer að rannsaka málið nánar. Hún kemst að raun um að þetta friðsæla byggðarlag hefur að geyma leyndarmál — og sumir gera hvað sem er til að fela slóð sína.
Tungumál: Íslenska Flokkur: Glæpasögur Titill á frummáli: Flickan med snö i håret Þýðandi: Einar Örn Stefánsson, Einar Örn Stefánsson

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Storyside
Útgefið: 2019-01-22
Lengd: 12Klst. 47Mín
ISBN: 9789178757176

Meiri upplýsingar um rafbókina

Útgefandi: Ugla
Útgefið: 2020-10-24
ISBN: 9789935214140
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Prófaðu frítt í 14 daga