Hljóðbrot
Hafmeyjan - Camilla Läckberg

Hafmeyjan

Hafmeyjan

4.31 425 5 Höfundur: Camilla Läckberg Lesari: Anna Bergljót Thorarensen
Sem hljóðbók.
Úr hafinu rís hið illa.

Maður er horfinn sporlaust í Fjällbacka. Hann fór að heiman frá sér að morgni, kvaddi fjölskylduna og hélt til vinnu en hefur ekki sést síðan. Patrik Hedström og félagar hans á lögreglustöðinni í Tanumshede hafa lagt sig alla fram um að hafa uppi á honum en enginn veit hvort hann er lífs eða liðinn. Fjórum mánuðum síðar finnst maðurinn. Hann hefur verið myrtur og er frosinn fastur í ís.

Kunningi hins látna, rithöfundurinn Christian Thydell, hefur lengi fengið send nafnlaus bréf. Aldrei eru nema nokkrar línur í hverju bréfi og í þeim virðast vera fólgnar hótanir en þær er þó erfitt að túlka.

Erica Falck getur ekki stillt sig um að skipta sér af málinu. Þegar rannsókn málsins virðist vera að sigla í strand tekur hún til sinna ráða.

Camilla Läckberg er sannkölluð drottning evrópskra spennubóka. Hún hefur notið fádæma vinsælda fyrir sakamálasögur sínar um hjónin Ericu Falck rithöfund og Patrik Hedström lögreglumann í Fjällbacka. Bækur hennar hafa selst í meira en tuttugu milljónum eintaka í yfir sextíu löndum.

Bókin kom fyrst út á íslensku árið 2010.

Sigurður Þór Salvarsson þýddi.
Tungumál: Íslenska Flokkur: Glæpasögur Seríur: Fjällbacka: 6 Titill á frummáli: Sjöjungfrun Þýðandi: Sigurður Þór Salvarsson

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Storyside
Útgefið: 2019-08-12
Lengd: 15Klst. 56Mín
ISBN: 9789935181398
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Prófaðu frítt í 14 daga