Hljóðbrot
Tunglið braust inn í húsið - Ýmsir

Tunglið braust inn í húsið

Tunglið braust inn í húsið

3.45 11 5 Höfundur: Ýmsir Lesari: Hjalti Rögnvaldsson
Sem hljóðbók.
Tunglið braust inn í húsið er viðamikið safn ljóða eftir 36 skáld víðsvegar að út heiminum. Það elsta, kínverska skáldið Tao Tsien, var uppi á fjórðu öld en það yngsta, bandaríska skáldkonan Jane Hirshfield, er fædd 1953.
Hópurinn sem hér hefur valist saman gæti virst sundurleitur við fyrstu sýn – heimsþekkt skáld, sem Íslendingum eru að góðu kunn, innan um lítt þekkt ljóðskáld sem ekki hafa verið þýdd áður. Fljótlega koma þó í ljós þeir þræðir sem liggja á milli skálda, þótt þau tilheyri ólíkum menningarheimum. Einn þráður sem má lesa sig eftir er hvernig kínversk og japönsk ljóðahefð hefur markað spor sín í ljóðlist heimsins; annar sýnir hvernig með skáldskapnum er tekist á við skuggana í sálarlífi mannsins. Sterkasti þráðurinn liggur þó í valinu á skáldum og ljóðum því Gyrðir kynnir hér úrval sem fléttast listilega saman við hans eigin skáldskap.
***** Morgunblaðið
***** Fréttablaðið
***** Fréttatíminn
Tungumál: Íslenska Flokkur: Ljóðabækur Þýðandi:

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Hljóðbók.is
Útgefið: 2019-03-01
Lengd: 5Klst.
ISBN: 9789935221865
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Prófaðu frítt í 14 daga