Hljóðbrot
Það liggur í loftinu – Saga Birnu Óladóttur og Dagbjarts Einarssonar í Grindavík - Jonas Jonasson

Það liggur í loftinu – Saga Birnu Óladóttur og Dagbjarts Einarssonar í Grindavík

Það liggur í loftinu – Saga Birnu Óladóttur og Dagbjarts Einarssonar í Grindavík

4,12 122 5 Höfundur: Jonas Jonasson Lesari: Hinrik Ólafsson
Hljóðbók.
Hjónin Birna Óladóttir frá Grímsey og Dagbjartur Einarsson, útgerðarmaður í Grindavík eru þannig fólk að þeim gleymir enginn sem einu sinni hefur haft með þeim stund. Þau koma til dyranna eins og þau eru klædd og eru ekkert að skafa utan af hlutunum. Lífsglöð eru þau bæði og kunna svo sannarlega að njóta þess að vera til. Áræðin eru þau með afbrigðum og vinnusemi er þeim í blóð borin. Þau voru ekki loðin um lófana í fyrstu en með dugnaði og fyrirhyggju tókst með þeim tímanum að koma ár sinni vel fyrir borð. Þekktust eru þau auðvitað fyrir ævistarfið, kraftmikla útgerð í Grindavík. En líf þeirra tengdist líka ýmsu öðru eins og hestamennsku, fjárbúskap, æðarrækt og fótbolta.

Í þessari bók er sagt frá lífi þeirra hjóna, í blíðu og stríðu, allt frá því að þau kynntust fyrst úti í Grímsey fyrir ríflega hálfri öld og ást þeirra kviknaði.

Höfundur bókarinnar, Jónas Jónasson útvarpsmaður, kemst svo að orði í forspjalli bókarinnar: Það er hjá hinum venjulega alþýðumanni sem þú einatt finnur það óvenjulega. Hjá alþýðunni heyrir þú sárastan grát, innilegastan hlátur og þar kynnistu merkustu lífsreynslu, hittir frábæra alþýðuleistamenn sem eru ekki að reyna að vera það, eru það bara.
Tungumál: Íslenska Flokkur: Ævisögur Þýðandi:

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Storyside
Útgefið: 2019-05-14
Lengd: 6Klst. 35Mín
ISBN: 9789178975969
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Prófaðu frítt í 7 daga