Hljóðbrot
Ísköld augnablik - Viveca Sten

Ísköld augnablik

Ísköld augnablik

4.09 376 5 Höfundur: Viveca Sten Lesari: Þórunn Erna Clausen
Sem hljóðbók.
„Viveca Sten hefur aldrei verið betri.“ Dagens Nyheter

Metsölubækur Vivecu Sten hafa komið Sandhamn-eyju og sænska skerjagarðinum á kortið. Milljónir manna úti um allan heim fylgjast með ævintýrum Nóru Linde og Thomasar Andreasson. En hvernig kynntust Nóra og Thomas? Af hverju eru þau ekki par? Hvernig kom það til að Nóra erfði hús Brand-fjölskyldunnar? Spurningum af þessu tagi er svarað í þessu spennuþrungna smásagnasafni þar sem sagðar eru leyndardómsfullar sögur sem lýsa bakgrunni ýmissa persóna í Sandhamn-bókunum. Ísköld augnablik er níunda bókin í hinni geysivinsælu Sandhamn-seríu um æskuvinina, lögfræðinginn Nóru Linde og lögreglumanninn Thomas Andreasson. Sandhamn-bækurnar hafa selst í um fjórum milljónum eintaka og eru nú gefnar út í 30 löndum. Sjónvarpsþættirnir, Morden í Sandhamn (Sandhamn-morðin), sem byggðir eru á bókunum, njóta líka fádæma vinsælda.
Tungumál: Íslenska Flokkur: Spennusögur Seríur: Morðin í Sandhamn: 9 Titill á frummáli: Iskalla ögonblick Þýðandi: Elín Guðmundsdóttir

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Storyside
Útgefið: 2019-05-13
Lengd: 8Klst. 48Mín
ISBN: 9789178976249
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Prófaðu frítt í 14 daga