Hljóðbrot
Nýjar slóðir - Kristín Guðmundsdóttir

Nýjar slóðir

Nýjar slóðir

3 8 5 Höfundur: Kristín Guðmundsdóttir Lesari: Andrea Ösp Karlsdóttir
Hljóðbók.
Nýjar slóðir er bók er fyrir fólk af erlendum uppruna sem er búið með grunninn í íslensku og langar að læra meira. Bókin samanstendur af 12 sjálfstæðum léttlestrarsögum og inniheldur ævintýri af ýmsu tagi – börnin læra nýja hluti og veraldlegir hlutir fá líf.

Bókin er fyrir fólk á öllum aldri óháð stöðu þess og kyni. Með þessum sögum er sagt frá íslenskri menningu og mat sem og gömlum sem nýjum siðum. Gömul sem ný orð og orðasambönd eru útskýrð á aðgengilegan hátt. Reynt er að nálgast efnið á léttan og skemmtilegan hátt, svo að fólk geti lesið sér skemmtunar.

Kristín hefur fengist við skrif síðan árið 2008 og verið ritstjóri ýmissa fréttablaða. Með bókinni er brugðist við þeirri þörf sem skapast hefur á markaðnum, þar sem fjöldi fólks frá ýmsum þjóðlöndum hefur sest að hér á landi. Fannst Kristínu rétt að koma til móts við fólk með þessari bók.

Þetta er skemmtileg bók sem fær fólk til að skilja íslenskt samfélag og okkar siði betur. Það er einmitt lykillinn að farsælli búsetu í öðru landi.
Tungumál: Íslenska Flokkur: Skáldsögur Þýðandi:

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Storyside
Útgefið: 2019-10-14
Lengd: 1Klst. 2Mín
ISBN: 9789179310974
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Prófaðu frítt í 14 daga