Hljóðbrot
Nú brosir nóttin - Theódór Gunnlaugsson

Nú brosir nóttin

Nú brosir nóttin

4,23 214 5 Höfundur: Theódór Gunnlaugsson Lesari: Gunnar Stefánsson
Hljóðbók.
Guðmundur Einarsson á Brekku á Ingjaldssandi var goðsögn í lifanda lífi. Hann var náttúrubarn sem litið var upp til fyrir einstaka hæfileika. Hér er lýst samskiptum manns við náttúruna, væntumþykju og virðingu fyrir sköpunarverkinu. Guðmundur Einarsson ólst upp við kröpp kjör á seinasta aldarfjórðungi 19. aldar. Hann lýsir hér föðurmissi og erfiðri lífsbaráttu barns sem líður slíkan skort að vöxtur þess stendur í stað árum saman. Uppkominn varð Guðmundur samt eftirsóttur fyrir hreysti og harðfengi en einnig næmi á eðli náttúrunnar. Lífsviðhorf Guðmundar refaskyttu og umhverfisvitund eiga fullt erindi við samtímann. Hér er lesin útgáfa Sæmundar forlags frá árinu 2018. Ítarefni eftir Guðmund G. Hagalín og fleiri var sleppt í hljóðbókinni.
Tungumál: Íslenska Flokkur: Ævisögur Þýðandi:

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Hljóðbók.is
Útgefið: 2019-10-11
Lengd: 9Klst. 18Mín
ISBN: 9789935222053
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Byrjaðu áskrift núna