75 Umsagnir
3.47
Tungumál
Íslenska
Flokkur
Skáldsögur
Lengd
9Klst. 54Mín

Aftur og aftur

Höfundur: Halldór Armand Lesari: Einar Aðalsteinsson Hljóðbók og Rafbók

Þegar Tvíburaturnarnir hrynja eignast unglingsstrákur í Reykjavík farsíma og kynnist í kjölfarið fyrstu kærustunni. Á sama tíma lendir trommari í vinsælli sveitaballahljómsveit í bílslysi þar sem ung stúlka lætur lífið.

Fimmtán árum síðar liggja leiðir þessara tveggja manna saman. Arnmundur er eirðarlaus ungur maður sem notar símann sinn til að komast yfir stelpur í útlöndum og drollar við að skrifa lokaritgerð. Stefán hætti að tromma, varð útrásarvíkingur og rekur nú sprotafyrirtæki sem hann er viss um að geti breytt heiminum. Undir yfirborðinu krauma gömul leyndarmál, vonbrigði og hefndarþorsti.

Halldór Armand hlaut mikið lof fyrir Vince Vaughn í skýjunum og Drón. Aftur og aftur er áhrifarík og spennandi samtímasaga þar sem venjulegt fólk leitar að ást, hlýju og merkingu í óútreiknanlegum heimi.

© 2021 Mál og menning (Hljóðbók) ISBN: 9789979344704 © 2021 Mál og menning (Rafbók) ISBN: 9789979339137

Skoða meira af