
Marco-áhrifin
- Höfundur:
- Jussi Adler-Olsen
- Lesari:
- Davíð Guðbrandsson
Hljóðbók
Hljóðbók: 25. ágúst 2022
- 253 Umsagnir
- 4.3
- Seríur
- Hluti 5 af 9
- Tungumál
- Íslenska
- Flokkur
- Glæpasögur
- Lengd
- 19Klst. 3Mín
Marco er ungur drengur af erlendum uppruna sem stundar hnupl og rán á götum Kaupmannahafnar – og hann er flinkur þjófur. Hann er líka greindur og ráðagóður en fastur undir járnhæl frænda síns, glæpaforingjans Zola. Þegar Marco áttar sig á skelfilegum áformum frændans og afræður að flýja hrasar hann nánast um lík af manni; embættismanni sem hefur þvælst fyrir slóttugum bröskurum með vafasamar fyrirætlanir í tengslum við danska þróunaraðstoð í Afríku. Í kjölfarið er það ekki aðeins Zola frændi sem er á hælum Marcos …
Marco-áhrifin er fimmta bókin um Carl Mørck og félaga í Deild Q í dönsku lögreglunni. Jussi Adler-Olsen er um þessar mundir óumdeildur konungur danskra glæpasagnahöfunda og hefur safnað að sér öllum helstu verðlaunum á því sviði. Áformað er að bækurnar um Deild Q verði tíu talsins og þegar er farið að kvikmynda þær með góðum árangri.
Jón St. Kristjánsson þýddi og hér birtist hún í frábærum lestri Davíðs Guðbrandssonar.
Skoða meira af


Þúsundir raf- og hljóðbóka í símann þinn
Njóttu þess að hlusta ótakmarkað á bókasafnið okkar hvar og hvenær sem er.