Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Sigurður Demetz Franzson, óperusöngvari og söngkennari, sem var fæddur og uppalinn í smábæ í Suður-Tíról, dvaldi framan af ævi lengst af í stórborgum Ítalíu en flutti á miðjum aldri hingað norður til Íslands og var mikill áhrifavaldur í íslensku tónlistarlífi um árabil. Þór Jónsson, fréttamaður, hefur skráð sögu hans í bókinni Á valdi örlaganna, sem enginn tónlistarunnandi ætti að láta framhjá sér fara.
Sigurður eða Vincenz Demetz þótti ungur efni í stórsöngvara en heilladísir brugðust honum hvað eftir annað. Síðari heimsstyrjöldin var í algleymingi þegar söngferill hans hófst og flest óperuhús lokuð. Ógnir stríðsins létu engan óáreittan og starf hans við útvarp þýska hernámsliðsins í Mílanó var í senn haldreipi og hættuspil.
Eftir stríð komst hann á langþráðan samning hjá Scala-óperunni en gæfan var hverful sem fyrr og honum auðnaðist ekki að gera ráðamönnum óperunnar til hæfis lengi. Eftir að dvöl hans þar lauk söng hann um hríð í ýmsum óperuhúsum uns hendingin bar hann til Íslands árið 1955, en hér bjó hann og starfaði til æviloka.
Í æviminningum sínum rekur þessi lærimeistari ótal íslenskra söngvara örlagasögu lífs síns; bernskuár í Ölpunum í skugga styrjaldar og átaka, herþjónustu á Ítalíu, söngnám og glæstar framavonir, vonbrigði og vistaskipti. Hér á landi á hann einnig litríkan feril að baki: Hann hefur verið kokkur á bát og í síld á Raufarhöfn, hann var lengi búsettur á Akureyri, starfaði sem leiðsögumaður árum saman og síðast en ekki síst hefur hann stjórnað fjölda kóra og kennt landsmönnum söng í fjörutíu ár.
© 2019 Storyside (Hljóðbók): 9789179238285
Útgáfudagur
Hljóðbók: 29 september 2019
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland