4.2
5 of 8
Glæpasögur
Í Dauða trúðsins glímir Einar blaðamaður við ráðgátu sem leiðir hann í senn á refilstigu íslensks samtíma og að reimleikum í eigin ranni. Hér togast á leiftrandi húmor og djúp alvara í hörkuspennandi sögu um lífsháskann í mannlegum samskiptum.
Ganga draugar ljósum logum á björtum sumarnóttum um gamalt, yfirgefið hús á Akureyri? Þar er eitthvað á seyði og í gúrkutíð er allt hey í harðindum fyrir Einar blaðamann á Síðdegisblaðinu. Sumarhátíðin „Allt í einni“ er að hefjast um verslunarmannahelgina og þúsundir gesta streyma til höfuðstaðar Norðurlands til að skemmta sér. Um leið kvisast út að stjörnur frá Hollywood séu komnar í bæinn fyrir tökur á erótískri spennumynd. Þá er gúrkutíðin úti.
Áður en Einar og Ólafur Gísli Kristjánsson yfirlögregluþjónn vita af hrannast verkefnin upp. Hver er unga stúlkan sem finnst myrt í gamla húsinu? Hver er dularfulla konan í símanum sem kveðst vera skyggn? Hvað er veruleikinn og hvað er sjónarspil?
© 2020 Forlagið (Hljóðbók): 9789935118554
Útgáfudagur
Hljóðbók: 19 juni 2020
4.2
5 of 8
Glæpasögur
Í Dauða trúðsins glímir Einar blaðamaður við ráðgátu sem leiðir hann í senn á refilstigu íslensks samtíma og að reimleikum í eigin ranni. Hér togast á leiftrandi húmor og djúp alvara í hörkuspennandi sögu um lífsháskann í mannlegum samskiptum.
Ganga draugar ljósum logum á björtum sumarnóttum um gamalt, yfirgefið hús á Akureyri? Þar er eitthvað á seyði og í gúrkutíð er allt hey í harðindum fyrir Einar blaðamann á Síðdegisblaðinu. Sumarhátíðin „Allt í einni“ er að hefjast um verslunarmannahelgina og þúsundir gesta streyma til höfuðstaðar Norðurlands til að skemmta sér. Um leið kvisast út að stjörnur frá Hollywood séu komnar í bæinn fyrir tökur á erótískri spennumynd. Þá er gúrkutíðin úti.
Áður en Einar og Ólafur Gísli Kristjánsson yfirlögregluþjónn vita af hrannast verkefnin upp. Hver er unga stúlkan sem finnst myrt í gamla húsinu? Hver er dularfulla konan í símanum sem kveðst vera skyggn? Hvað er veruleikinn og hvað er sjónarspil?
© 2020 Forlagið (Hljóðbók): 9789935118554
Útgáfudagur
Hljóðbók: 19 juni 2020
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Heildareinkunn af 546 stjörnugjöfum
Spennandi
Mögnuð
Ófyrirsjáanleg
Náðu í appið og taktu þátt í umræðum og stjörnugjöf
Sýnir 10 af 546
Dröfn
15 juli 2021
Skemmtilegar persónur sem Hjálmar hefur einstakt lag á að gefa líf. Hann ER Einar og á að vera sá eini sem les sögurnar sem hann er í.
Silla
10 juli 2020
ágætlega lesin en tilvitnanir í útlenska sönglagatexta pirra mig
Sigrún
1 juli 2020
Skemmtilega skrifuð um sorglegt málefni. Vel lesin
Sólveig Sigríður
25 okt. 2021
Góð bók og vel lesin
Vilborg
14 juli 2020
Snjöll flétta, mjög vel lesin
Sjöfn
24 juni 2020
Mjög góður lestur. Spennandi en örlítið langdregin á köflum.
Kjartan Már
19 juli 2020
Frábær lestur hjá Hjálmari Hjálmarssyni
Guðrún Elfa
25 feb. 2021
Frábærlega vel lesin, virkilega spennandi og hélt mér vel við hlustir allan tímann
Steinunn
1 sep. 2020
Skemmtileg spennusaga. Ég kunni sð meta vísanir í ýmsa texta ;)
Asdis
17 feb. 2021
Las þessa fyrir mörgum árum og fannst hún góð þá - betri núna og lesturinn tær snilld
Íslenska
Ísland