Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.4
Barnabækur
Aðfangadagur er genginn í garð og systkinin María og Friðrik Stálholt bíða eftirvæntingarfull eftir að bjöllur hringi inn jólin. Andrúmsloftið er þrungið tilhlökkun og allt tindrar í dásemdarlitskrúði. Meðal gjafanna sem börnin fá leynist lítill hnotubrjótur sem María tekur strax miklu ástfóstri við og fljótt kynnist hún undraverðum ævintýraheimi hans.
Hnotubrjóturinn og músakóngurinn er sannkallað jólaævintýri sem hefur á rúmum 200 árum skipað sér stóran sess í hjörtum barna og fullorðinna um heim allan. Verkið birtist fyrst á prenti í Berlín árið 1816 en þetta er fyrsta íslenska þýðingin og jafnframt sérstök heiðursútgáfa. Höfundur verksins, E. T. A. Hoffmann (1776-1822), er einn aðalhöfunda rómantísku stefnunnar og brautryðjandi í skrifum rómantískra furðusagna en ævintýrið um hnotubrjótinn og músakónginn er tímamótaverk í bókmenntasögunni. Hulda Vigdísardóttir þýddi verkið úr upprunalegum texta Hoffmanns en í honum er að finna ýmsar vísur þar sem einna mest er spilað á rím og hrynjandi og yfirleitt eru hljóðgervingar þar í algeru lykilhlutverki. Við þýðingu var íslenskum reglum í óðfræði og ljóðlist fylgt með tilliti til merkingarlegs innihalds frumtextans. Íslenska þýðingin státar jafnframt af fleiri erindum en þýska frumútgáfan og því eru ljóðin einnig höfundarverk þýðandans.
Jóhann Sigurðarson les.
© 2019 Storyside (Hljóðbók): 9789179419004
Þýðandi: Hulda Vigdísardóttir
Útgáfudagur
Hljóðbók: 13 december 2019
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland