Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Saga þessi er baráttusaga einstaklings sem hafist hefur af sjálfum sér til mikilla eigna og hún er jafnframt smækkuð þjóðarsagan á þessari öld – frá einni brauðsneið til veisluborðs. Aðalsteinn Jónsson, sem oft er kallaður Alli ríki, er löngu þjóðkunnur maður og um hann hafa gengið ýmsar sögur. Ein útgáfan er sú að hann hafi komizt „áfram“ á glópaláni og straumiða þjóðlífsins borið hann upp á ströndina þar sem beið hans gull og grænir skógar. Þá á Aðalsteinn að hafa verið glaumgosi sem sat á hóteli meðan honum var malað gull fyrir austan. Saga þessi sýnir allt annan mann en kviksögurnar um hann. Hún sýnir mann sem vakir yfir sínu fyrirtæki, hugsar jafnan sitt ráð vandlega og framkvæmir rösklega það sem hann ráðgerir. Aðalsteinn er manna fljótastur að átta sig á aðstæðum og til hverra ráða skuli gripið ef vandi steðjar að honum og kjarkurinn og bjartsýnin er óbilandi. Þá er og þessi saga um góðan dreng sem man að hann hefur verið fátækur og átt bága ævi og hefur ekki ofmetnast af velgengni sinni. Í heiti bókarinnar er látið að því liggja, að bókin sé um tvo menn, Aðalstein og Alla. Þetta er auðvitað skilningur bókarhöfundar á manninum, að söguhetjan sé tvískipt að gerð, og útgerðarmaðurinn Aðalsteinn sé um margt ólíkur gárunganum Alla, eins og kunnugir þekkja hann. Enginn íslenskur höfundur hefur skrifað um sjómenn, skip og hafið eins og Ásgeir Jakobsson (1919–1996). Hann var landskunnur fyrir skrif sín um sjávarútvegsmál og ævisögur hans um útgerðarmenn hafa sérstöðu í bókmenntum okkar. Bókin um Alla ríka er ein þeirra en hinar eru: Bíldurdalskóngurinn – athafnasaga Péturs J. Thorsteinssonar, Einars saga Guðfinnssonar, Tryggva saga Ófeisgssonar, Hafnarfjarðarjarlinn – Einars saga Þorgilssonar og Óskars saga Halldórssonar – Íslandsbersi.
© 2023 Ugla útgáfa (Hljóðbók): 9789935218391
Útgáfudagur
Hljóðbók: 2 juni 2023
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland