Hljóðbrot
Krókaleiðir ástarinnar - Guðbjörg Hermannsdóttir

Krókaleiðir ástarinnar

Krókaleiðir ástarinnar

3.65 23 5 Höfundur: Guðbjörg Hermannsdóttir Lesari: Þórunn Hjartardóttir
Sem hljóðbók.
Krókaleiðir ástarinnar ber vissulega nafn með rentu því í bókinni liggja þær úr sveit í borg, til útlanda og aftur til baka. Sagan hefst í Reykjavík á stríðsárunum og þegar hún kom út, árið 1979, stóð á kápunni að hún fjallaði um ólgandi ástir og ógnvænleg örlög ungs fólks. Sagan segir frá Drífu Mjöll, sveitastúlku í borginni og síðar Huld, dóttur hennar og fólkinu í lífi þeirra. Sitthvað kemur upp úr kafinu, gömul leyndarmál og óvænt ættartengsl. Að lokum fæst þó á hreint hver er hvers og allir lifa sáttir upp frá því.

Vert er að taka fram að hér er saga sem lýsir viðhorfum fyrri tíma og ólíkum tíðaranda hvað viðkemur samskiptum kynjanna. Við vörum þolendur kynferðisbrota sérstaklega við efni sögunnar.

Guðbjörg Hermannsdóttir (1917–1997) ólst upp í stórum systkinahópi á Bakka við Húsavík. Hún giftist Braga Guðjónssyni klæðskerameistara (1917–1983). Þau bjuggu alla tíð á Akureyri og eignuðust fimm börn. Meðal þeirra er Snjólaug Bragadóttir, rithöfundur og þýðandi. Ljóst er að sjaldan fellur eplið langt frá eikinni, en ástarsögur Snjólaugar hafa notið gríðarlega vinsælda hjá hlustendum Storytel. Hér má því finna einstakt tækifæri til að kynnast íslenskri sveitarómantík eftir móður höfundarins sem færði okkur Ráðskona óskast í sveit, Undir merki Steingeitar, Setið á Svikráðum og fleiri dásamlegar sögur.
Tungumál: Íslenska Flokkur: Ástarsögur Seríur: Örlagasögur Guðbjargar: 4 Þýðandi:

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Storyside
Útgefið: 2020-05-05
Lengd: 6Klst. 50Mín
ISBN: 9789152117712
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Prófaðu frítt í 14 daga