Hljóðbrot
Hinumegin við fallegt að eilífu - Katherine Boo

Hinumegin við fallegt að eilífu

Hinumegin við fallegt að eilífu

3,75 164 5 Höfundur: Katherine Boo Lesari: Áslaug Torfadóttir
Hljóðbók.
Við flugvöllinn í Mumbai á Indlandi reis nýtt fátækrahverfi á undraskömmum tíma á miklum uppgangsárum undir lok 20. aldar. Milli lúxushótelanna við flugvöllinn og fátækrahverfisins er stór steinveggur, þakinn auglýsingum um gólfflísar með yfirskriftinni: „Fallegt að eilífu.“ Hinumegin við „fallegt að eilífu“ er sem sagt nýja kofahverfið þar sem örsnauðir farandverkamenn komu sér fyrir og hafa helst að lifibrauði að gera sér mat úr rusli á sorphaugum. Þarna er fjölskrúðugt mannlíf sem að mestu er hulið þeim sem betur mega sín, ekki síst Vesturlandabúum.

Pulitzer-verðlaunahafinn Katherine Boo bregður hér upp ljóslifandi mynd af mannlegum örlögum í fátækrahverfi í Mumbai á Indlandi.

Hrífandi verðlaunabók sem lætur engan ónsortinn.

Hinumegin við fallegt að eilífu er fyrst bók Katherine Boo. Hún var áður blaðamaður og ritstjóri á stórblaðinu Washington Post, en hefur á undanförnum árum búið jöfnum höndum á Indlandi og í Bandaríkjunum.
Tungumál: Íslenska Flokkur: Óskáldað efni Titill á frummáli: Behind the Beautiful Forevers Þýðandi: Elín Guðmundsdóttir

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Storyside
Útgefið: 2018-10-01
Lengd: 9Klst. 25Mín
ISBN: 9789178596348
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Prófaðu frítt í 14 daga