Hljóðbrot
Reyndu aftur – Ævisaga Magnúsar Eiríkssonar - Tómas Hermannsson

Reyndu aftur – Ævisaga Magnúsar Eiríkssonar

Reyndu aftur – Ævisaga Magnúsar Eiríkssonar

4,18 427 5 Höfundur: Tómas Hermannsson Lesari: Hjálmar Hjálmarsson
Hljóðbók.
Á glerhálum götum Reykjavíkur, kaldan janúardag, hefst óvenjuleg bílferð tveggja tónlistaráhugamanna. Ferðinni er heitið um æviveg Magnúsar Eiríkssonar.

Á sjö þúsund kílómetra vegreið vítt og breitt um landið lýsir Magnús litríkri ævi sinni fyrir skrásetjara. Sólgleraugun eru skilin eftir heima. Hér fær nakinn sannleikurinn að njóta sín. – Frásagnr af poppinu, æskunni, ástinni, sorginni, sukkinu og fjölmörgum samferðarmönnum.

Magnús hefur verið einn ástsælasti laga- og textasmiður íslensku þjóðarinnar í bráðum fjóra áratugi og eru hugarsmíðar hans fyrir löngu orðnar hluti af þjóðarsálinni.

Reyndu aftur er saga sem hrífur og snertir:

„Langmest djúsí íslenska rokkævisaga sem ég hef nokkurn tímann lesið.“ – Dr. Gunni

Þú reyndir allt, til þess að ræða við mig
í gegnum tíðina ég hlustaði ekki á þig
Ég gekk áfram minn veg, niður til heljar hér um bil
Reyndu aftur, ég bæði sé og veit og skil
Tungumál: Íslenska Flokkur: Ævisögur Þýðandi:

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Storyside
Útgefið: 2019-04-26
Lengd: 5Klst. 45Mín
ISBN: 9789935181596
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Prófaðu frítt í 7 daga