
Vetrargestir
- Höfundur:
- Tómas Zoëga
- Lesari:
- Salka Sól Eyfeld
Hljóðbók og Rafbók
Hljóðbók: 24. september 2019
Rafbók: 24. nóvember 2020
- 48 Umsagnir
- 4.17
- Tungumál
- Íslenska
- Flokkur
- Barnabækur
- Lengd
- 7Klst. 9Mín
Storytel kynnir með stolti: Vetrargestir, annað sætið í handritasamkeppni Storytel, EYRAÐ.
Veturinn nálgast og það er eitthvað skrítið á seiði í dalnum. Mamma segir að allt sé eins og það eigi að vera en Anna veit betur. Þess vegna ákveður hún að taka málin í sínar eigin hendur og laumast út eitt kvöldið eftir að foreldrar hennar eru sofnaðir. Jafnvel þó að hún viti að alls kyns óvættir geta leynst í myrkrinu – og jafnvel þó hún þurfi að takast á við þær alein. En þegar út er komið rekst Anna á svolítið óvænt og hún kemst að því að hún er ekki sú eina sem laumast um dalinn á nóttinni. Skuggar læðast á milli trjánna og vetrargestirnir eru á leiðinni.
Tómas Zoëga ólst upp í Fossvogsdal í Kópavogi. Hann ímyndaði sér oft að það byggju fleiri í dalnum en fólkið sem maður hittir á daginn. Fyrsta bók hans, Vetrargestir, fjallar um þessa feimnu íbúa. Hugljúf og fyndin barnabók fyrir hlustendur á öllum aldri. Hin ástkæra Salka Sól Eyfeld les.
Skoða meira af
Aðrir kunnu líka að meta...


Hlustaðu og lestu ókeypis í 7 daga
Njóttu þess að hlusta alveg ótakmarkað á bókasafnið okkar í 7 daga, þér að kostnaðarlausu.