Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Baráttufólk. Löngum hefur búið baráttufólk á Skaganum! Í Baráttufólki er brugðið upp sex svipmyndum af þekktum Akurnesingum. | Steini á Hvítanesi: Einn af fyrstu bílstjórunum á Akranesi á fyrri hluta síðustu aldar var Þórður Þ. Þórðarson framkvæmdastjóri Bifreiðastöðvar ÞÞÞ. Lengst af annaðist hann vöru- og fólksflutninga milli Akraness og Reykjavíkur. Hann var feikilega áræðinn og duglegur og tókst að komast um ótrúlegar vegleysur með fólk og vörur. | Brautryðjandinn Svafa Þórleifsdóttir: "Til þess að kona sé metin til jafns við karlmann þarf hún að standa honum langtum framar," sagði Svafa. Það urðu nokkur tímamót í skólamálum á Akranesi 20. ágúst 1919. Þá var Svafa Þórleifsdóttir ráðin skólastjóri við Barnaskóla Akraness. Um nokkurn tíma var hún skólastjóri þriggja skóla á Akranesi. | Þáttur af sr. Jóni M. Guðjónssyni: Séra Jón M. Guðjónsson, fyrrverandi sóknarprestur á Akranesi, var farsæll kennimaður og mikill listamaður. Hann var í forystusveit þeirra sem stofnuðu slysavarnadeildirnar á Íslandi. Fórnfúst starf hans við uppbyggingu Byggðasafnsins í Görðum mun lengi halda nafni hans á lofti. | Baráttukonan Herdís Ólafsdóttir: Herdís Ólafsdóttir var í forystusveit kvenna í verkalýðsbaráttunni. - Það var skollið á kvennaverkfall á Skaganum. Þessi frétt barst eins og eldur í sinu um allan bæ á köldum vetrardegi í byrjun mars 1976. Kvennaverkfall? Hvað var að gerast? Þetta hlaut að vera gabb. En það var fyrsti mars, ekki fyrsti apríl, og fréttin var ekki borin til baka. | Spaugarinn og sparisjóðsstjórinn: Árni Böðvarsson sparisjóðsstjóri, ljósmyndari og kaupmaður var spaugsamur og glettinn athafnarmaður. Hann var traustur, vel látinn og prýðilega góður hagyrðingur. Hann gerði marga gamanbragi, sem voru fluttir á skemmtunum, og setti svip sinn á mannlífið. | Einn á báti umhverfis jörðina: Hyggjuvit og þrautseigja réðu ferðinni þegar Akurnesingurinn Hafsteinn Jóhannsson sigldi einn á báti umhverfis jörðina á 241 degi án þess að koma nokkru sinni að landi. Í æsku þurfti hann að glíma við fordóma fólks. Eftir að hann fór að starfa við köfun og björgun skipa ávann hann sér almenna aðdáun og virðingu.
© 2019 Emma.is (Hljóðbók): 9789935203878
© 2015 Emma.is (Rafbók): 9789935203755
Útgáfudagur
Hljóðbók: 1 december 2019
Rafbók: 7 januari 2015
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland