Veturinn 1969 - 70 voru á dagskrá Ríkisútvarpsins þættir sem hétu Óskráð saga. Þar flutti Steinþór Þórðarson á Hala í Suðursveit minningar sínar og mælti þær af munni fram. Þættirnir voru alls 25. Steinþór var bróðir Þórbergs rithöfundar eins og kunnugt er. Stefán Jónsson, einn af bestu útvarpsmönnum liðinnar aldar, sá um að búa frásagnirnar til flutnings. Við sem hlustuðum á frásagnir Steinþórs munum þær í hillingum, svo vel sagði hann frá og orðfærið var svo sérstakt að unun var á að hlýða, enda urðu þættirnir fádæma vinsælir. Stefáni Jónssyni bregður öðru hverju fyrir sem hlustanda og einnig spyrjanda og maður skynjar að þar hafi Steinþór haft góðan áheyranda. Að frumkvæði Þórbergsseturs og með góðfúslegu leyfi Ríkisútvarpsins til endurgerðar koma þessir útvarpsþættir nú út á hljóðbók. Áður voru frásagnirnar gefnar út orðréttar í bókinni Nú - Nú, bókin sem aldrei var skrifuð (1970). Frásagnir Steinþórs eru ómetanleg heimild um samtíma hans og lifandi sagnahefð.Stefán ritaði formála að prentuðu bókinni og fylgir hann með þessari hljóðbók í lestri Hjörleifs sonar hans.
© 2018 Hljóðbók.is (Hljóðbók): 9789935221483
Útgáfudagur
Hljóðbók: 1 november 2018
Veturinn 1969 - 70 voru á dagskrá Ríkisútvarpsins þættir sem hétu Óskráð saga. Þar flutti Steinþór Þórðarson á Hala í Suðursveit minningar sínar og mælti þær af munni fram. Þættirnir voru alls 25. Steinþór var bróðir Þórbergs rithöfundar eins og kunnugt er. Stefán Jónsson, einn af bestu útvarpsmönnum liðinnar aldar, sá um að búa frásagnirnar til flutnings. Við sem hlustuðum á frásagnir Steinþórs munum þær í hillingum, svo vel sagði hann frá og orðfærið var svo sérstakt að unun var á að hlýða, enda urðu þættirnir fádæma vinsælir. Stefáni Jónssyni bregður öðru hverju fyrir sem hlustanda og einnig spyrjanda og maður skynjar að þar hafi Steinþór haft góðan áheyranda. Að frumkvæði Þórbergsseturs og með góðfúslegu leyfi Ríkisútvarpsins til endurgerðar koma þessir útvarpsþættir nú út á hljóðbók. Áður voru frásagnirnar gefnar út orðréttar í bókinni Nú - Nú, bókin sem aldrei var skrifuð (1970). Frásagnir Steinþórs eru ómetanleg heimild um samtíma hans og lifandi sagnahefð.Stefán ritaði formála að prentuðu bókinni og fylgir hann með þessari hljóðbók í lestri Hjörleifs sonar hans.
© 2018 Hljóðbók.is (Hljóðbók): 9789935221483
Útgáfudagur
Hljóðbók: 1 november 2018
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Heildareinkunn af 523 stjörnugjöfum
Upplýsandi
Notaleg
Hjartahlý
Náðu í appið og taktu þátt í umræðum og stjörnugjöf
Sýnir 10 af 523
Bragi
24 juni 2022
Menningarverðmæti!
Jón Smári
2 maj 2023
Afbragð
Unnar
16 nov. 2022
Skemmtilegar frásagnir frá liðnum tíma í Suðursveit. Frásagnargáfa Steinþórs er einstök.
Hjörtur on l UX you r you u
5 maj 2021
OPC XP by I t
Ragnheiður
4 sep. 2022
Skemmtilegt og fræðandi
Jónas P
23 jan. 2021
Fræðandi og skemmtileg
Steinunn
15 aug. 2021
Frábær bók sel lýsir vel frá staðarháttum og lífskjörum bænda og almúgasns frá fyrri tíð. Mjög alhyglisverð og vel lesin.
Valþór Freyr
15 feb. 2021
Frábær í alla staði
Egill
25 dec. 2021
Eins og gluggi inn í liðinn tíma. Þvílíkur sagnamaður.
Jóhanna
24 maj 2021
Upplýsandi og fróðleg
Íslenska
Ísland