Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Hjónin Birna Óladóttir frá Grímsey og Dagbjartur Einarsson, útgerðarmaður í Grindavík eru þannig fólk að þeim gleymir enginn sem einu sinni hefur haft með þeim stund. Þau koma til dyranna eins og þau eru klædd og eru ekkert að skafa utan af hlutunum. Lífsglöð eru þau bæði og kunna svo sannarlega að njóta þess að vera til. Áræðin eru þau með afbrigðum og vinnusemi er þeim í blóð borin. Þau voru ekki loðin um lófana í fyrstu en með dugnaði og fyrirhyggju tókst með þeim tímanum að koma ár sinni vel fyrir borð. Þekktust eru þau auðvitað fyrir ævistarfið, kraftmikla útgerð í Grindavík. En líf þeirra tengdist líka ýmsu öðru eins og hestamennsku, fjárbúskap, æðarrækt og fótbolta.
Í þessari bók er sagt frá lífi þeirra hjóna, í blíðu og stríðu, allt frá því að þau kynntust fyrst úti í Grímsey fyrir ríflega hálfri öld og ást þeirra kviknaði.
Höfundur bókarinnar, Jónas Jónasson útvarpsmaður, kemst svo að orði í forspjalli bókarinnar: Það er hjá hinum venjulega alþýðumanni sem þú einatt finnur það óvenjulega. Hjá alþýðunni heyrir þú sárastan grát, innilegastan hlátur og þar kynnistu merkustu lífsreynslu, hittir frábæra alþýðuleistamenn sem eru ekki að reyna að vera það, eru það bara.
© 2019 Storyside (Hljóðbók): 9789178975969
Útgáfudagur
Hljóðbók: 14 maj 2019
Merki
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland