Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Ævi Guðjóns Símonarsonar er ógleymanleg átakasaga manns sem hófst úr sárri fátækt og harðræði í lok 19. aldar. Í upphafi sögu sinnar lýsir hann á áhrifamikinn hátt kjörum alþýðudrengs í lágsveitum Suðurlands. Átta ára varð hann búðarþjónn í Hafnarfirði, ellefu ára háseti á áraskipi, tólf ára kokkur á skútu, átján ára formaður á áraskipum í Mjóafirði. Í byrjun aldar fluttist Guðjón til Norðfjarðar og varð á manndómsárum sínum formaður og víðfræg aflakló á fyrstu vélbátum Austfirðinga. Hann lenti iðulega í ótrúlegum svaðilförum, eitt sinn stóð hann í sjötíu tíma við stýrið í stórsjó og stýrði fleyi sínu heilu í höfn.
Líf hans var þó fleira en strit og stríð. Í Guðjóni bjuggu hvatir til lista og hann var sá gæfumaður að mega bæði sinna tónlist og leiklist í stopulum frístundum. Hann stofnaði lúðraflokk, lék á orgel, stjórnaði kórum og skemmti samferðamönnum sínum með leik á sviði. Guðjón hélt dagbækur lengst af ævi og færði minningar sínar í letur á gamals aldri.
Ólafur Haukur Símonarson hefur búið ævisögu afa síns til útgáfu og bendir á að í sögu Guðjóns fari lítið fyrir lýsingum á innra stríði og tilfinningum að baki frásögnum af ytri atburðum. „Aðeins í framhjáhlaupi opnaðist glufa inn í kvikuna sem undir bjó. Þar sagði af manni sem hafði í raun aldrei getað þjónað sínu rétta eðli, en hafði af kringumstæðum verið dæmdur til hlutskiptis sem hann undi aldrei fyllilega; tröllslegt yfirbragðið, harkan, háðsemin, allt var það skel sem hlaut að hafa myndast strax í uppvexti …“
© 2020 Storyside (Hljóðbók): 9789152128152
Útgáfudagur
Hljóðbók: 1 juli 2020
Yfir 900.000 hljóð- og rafbækur
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Yfir 900.000 hljóð- og rafbækur
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Yfir 900.000 hljóð- og rafbækur
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland