Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
27 of 66
Andleg málefni
Daníelsbók endurspeglar ofsóknir gegn Gyðingum er þeir voru kúgaðir og niðurlægðir af heiðnum konungi sem meðal annars vanhelgaði musterið í Jerúsalem og reisti þar „viðurstyggð eyðingarinnar“ (11.31), þ.e. altari Seifs. Daníelsbók er ekki spámannarit í eiginlegri merkingu þess orðs heldur opinberunarrit í líkingu við Opinberunarbókina í Nýja testamentinu og hefur sem slík sérstöðu meðal rita Gamla testamentisins. Daníelsbók er einnig sérstök að því leyti að hlutar hennar eru skrifaðir á arameísku (2.4–7.28) en aðrir hlutar á hebresku (1.1–2.4a og 8.–12. kafli).
Bókin er ekki meðal spámannaritanna í hinum hebresku ritningum heldur er henni skipað aftarlega í flokk helgiritanna, milli Esterarbókar og Esra- og Nehemíabókar. Í grísku sjötíumannaþýðingunni er hún hins vegar á milli Esekíels og Hósea og því litið á Daníel sem einn af spámönnunum. Þessi mismunandi staðsetning bókarinnar sýnir að menn hafa löngum átt erfitt með að skipa henni í flokk. Áhrifamesti og þekktasti hluti ritsins er sýnin í 7. kafla þar sem talað er um einhvern er komi í skýjum og líkist mannssyni. Í Nýja testamentinu notar Jesús mannssonarhugtakið úr Dan 7.13 um sjálfan sig (sbr. Mrk 14.62). Í Apókrýfu bókunum er að finna viðauka við Daníelsbók.
Skipting ritsins
1.1–6.28 Daníel og vinir hans
7.1–12.13 Sýnir Daníels
7.1–7.28 Dýrin fjögur
8.1–9.27 Hrúturinn og geithafurinn
10.1–11.39 Vitrun Daníels við Tígrisfljót
11.40–12.13 Endalokin og upprisan
© 2024 Hið íslenska biblíufélag (Hljóðbók): 9789935553263
Útgáfudagur
Hljóðbók: 17 augusti 2024
Merki
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland