Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
3.8
3 of 8
Glæpasögur
Kvöld eitt stígur barnshafandi kona út úr bílnum sínum sannfærð um að hún hafi keyrt á mann. Í myrkrinu er ekki sálu að sjá. Innan tíðar er kvöldkyrrðin rofin af lögreglusírenum og hefst þá leit að manninum. En hann finnst hvorki lífs né liðinn. Konan virðist hafa séð ofsjónir. Þetta undarlega atvik reynist aðeins upphafið að margflókinni ráðgátu sem rannsóknarlögreglukonan Maria Wern verður að leysa því ekki líður á löngu þar til kona finnst látin í baðkari. Hún var með barni og allt bendir til þess að um sjálfsvíg sé að ræða. En á líkinu eru annarleg sár og Maria er sannfærð um að konan hafi ekki látist af eigin völdum. Þegar fórnarlömbunum fjölgar ásamt barnshafandi konum sem hrjáðar eru af skynvillum og undarlegum sárum sem vilja ekki gróa beinast öll bönd að dularfullri glasafrjóvgunarstofnun. Sömu stofnun og besta vinkona Mariu Wern hefur leitað til. Tekst Mariu Wern að upplýsa ráðgátuna áður en fleiri konur falla í valinn? Glæpasagnahöfundurinn Anna Jansson dregur lesendur á ný inn í uggvænlegan söguheim þar sem sérkennileg morð og stórundarlegir atburðir skyggja á lífið í friðsælum sænskum smábæ. Megi dauðinn sofa er grípandi glæpasaga þar sem hættur leynast við hvert fótmál, leyndarmál líta dagsins ljós og heldur hún lesandanum föngnum fram á síðustu stundu.
© 2023 Storyside (Hljóðbók): 9789180629348
© 2023 Storyside (Rafbók): 9789180629355
Þýðandi: Friðrika Benónýsdóttir
Útgáfudagur
Hljóðbók: 14 augusti 2023
Rafbók: 14 augusti 2023
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland