Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Árið 1627 fóru sjóræningjar úr Barbaríinu ránshendi um strendur Íslands og rændu yfir 400 Íslendingum, þar af 250 frá Vestmannaeyjum. Meðal þeirra voru annar presturinn í Heimaey, kona hans og börn. Í þessari mögnuðu skáldsögu fyllir Sally Magnusson í eyðurnar og dregur upp lifandi og litríka sögu af örlögun prestfrúarinnar Ástu Þorsteinsdóttur, sem seld var í ánauð í Alsír. Hvað varð um Ástu og börnin? Sá hún Vestmannaeyjar aftur?
Sally Magnusson er þekkt sjónvarpskona hjá BBC. Hún er dóttir Magnúsar Magnússonar, sjónvarpsmannsins kunna sem alla tíð bjó í Skotlandi. Sally hefur kynnt sér Tyrkjaránið, einn ógnvænlegasta viðburð Íslandssögunnar, rækilega og hefur nú skrifað áhrifaríka skáldsögu um það.
© 2019 Storyside (Hljóðbók): 9789178890828
Þýðandi: Urður Snædal
Útgáfudagur
Hljóðbók: 30 januari 2019
Íslenska
Ísland