Hulda
18 mars 2022
Ánægjuleg og fræðandi. Tskk fyrir mig.
4.2
Skáldsögur
Þung ský er kynngimögnuð saga um hrikalegt slys við ysta haf og örlagaríkan björgunarleiðangur. Einkennilegur drengur á afskekktum bæ er gagntekinn af öllu sem flýgur; fyrst fuglum loftsins, síðan stálfuglunum stóru sem sjást æ oftar yfir heimaslóðum hans. Á þungbúnum vordegi sér hann hvar stór farþegaflugvél birtist út úr skýjaþykkni og fólkið í gluggunum veifar. Síðar sama dag fréttist að vélin sé týnd. Bændur leggja af stað til leitar og drengurinn með. Í nálægum firði hefur sést brak utan í fjalli og leitarmenn halda upp bratta hlíðina, drengurinn fremstur. Það sem mætir skilningarvitum hans uppi á hjallabrún er ólýsanlegt. En þar logar eitt lítið lífsins ljós sem hann má ekki láta slökkna. Einar Kárason sló nýjan tón í Stormfuglum sem kom út 2018 og hefur notið hefur mikillar velgengni heima og erlendis. Hér fetar hann svipaða braut í sögu sem er lauslega byggð á sönnum atburði.
© 2022 MM (Hljóðbók): 9789979345503
© 2022 MM (Rafbók): 9789979345626
Útgáfudagur
Hljóðbók: 15 mars 2022
Rafbók: 15 mars 2022
4.2
Skáldsögur
Þung ský er kynngimögnuð saga um hrikalegt slys við ysta haf og örlagaríkan björgunarleiðangur. Einkennilegur drengur á afskekktum bæ er gagntekinn af öllu sem flýgur; fyrst fuglum loftsins, síðan stálfuglunum stóru sem sjást æ oftar yfir heimaslóðum hans. Á þungbúnum vordegi sér hann hvar stór farþegaflugvél birtist út úr skýjaþykkni og fólkið í gluggunum veifar. Síðar sama dag fréttist að vélin sé týnd. Bændur leggja af stað til leitar og drengurinn með. Í nálægum firði hefur sést brak utan í fjalli og leitarmenn halda upp bratta hlíðina, drengurinn fremstur. Það sem mætir skilningarvitum hans uppi á hjallabrún er ólýsanlegt. En þar logar eitt lítið lífsins ljós sem hann má ekki láta slökkna. Einar Kárason sló nýjan tón í Stormfuglum sem kom út 2018 og hefur notið hefur mikillar velgengni heima og erlendis. Hér fetar hann svipaða braut í sögu sem er lauslega byggð á sönnum atburði.
© 2022 MM (Hljóðbók): 9789979345503
© 2022 MM (Rafbók): 9789979345626
Útgáfudagur
Hljóðbók: 15 mars 2022
Rafbók: 15 mars 2022
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Heildareinkunn af 136 stjörnugjöfum
Hjartahlý
Mögnuð
Sorgleg
Náðu í appið og taktu þátt í umræðum og stjörnugjöf
Sýnir 10 af 136
Hulda
18 mars 2022
Ánægjuleg og fræðandi. Tskk fyrir mig.
Sigrún Guðna
16 maj 2022
Er orðlaus, þvílík bók. Takk fyrir. ❤️
E. Fjóla
18 maj 2022
Áhugaverð bók
anna
15 mars 2022
Þokkalegur lestur höfundar, það var eitthvað að angra mig við söguna ,úrræðaleysi kanski.
Lilja Hafdís
19 mars 2022
Góður endir 👍. Þó höfundur lesi er eins og hann viti ekki um hvað hann er að lesa og blandar saman án hyks, mismunandi tímum og persónum. Það er eini mínusinn við bókina, sem er jú STÓR.
Elínborg
15 mars 2022
Fróðleg,og átakanleg
Sigrún
30 juli 2022
Mjög góð bók
Guðfinna
21 mars 2022
frábær bók
Eggert
31 mars 2022
Ekki hans besta.
Kristinn Breiðfjörð
15 feb. 2023
Áhugaverð bók en skil samt ekki hvers vegna höfundur valdi sér þetta efni og að skálda við það - hann er jú skáld. Mér leyfðist það ekki, yrði kallaður skreytingar.
Íslenska
Ísland