Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Þeim hafði verið sagt að ungur sonur þeirra myndi aðeins ná þroska tveggja ára barns og líklega aldrei læra að ganga. Þau fengu lítinn sem engan svefn í nokkur ár út af óþekktri vanlíðan hans. Heilbrigðiskerfið veitti fá svör. Hann dó tvisvar í höndunum á þeim. Þau hjónin voru að sigla hvort í sína áttina. Það geisaði stanslaust ofsaveður í lífi fimm manna fjölskyldu. En Margrét Dagmar Ericsdóttir neitaði að gefast upp. Með óbilandi kjarki, jákvæðni og þrautseigju tókst Margrét á við hið ómögulega og reri lífróður fyrir soninn – og fjölskylduna alla – þar sem engin fórn var of mikil.
Margrét lýsir á áhrifamikinn hátt glímu fjölskyldunnar við erfiðleika sem virtust óyfirstíganlegir, hún lýsir beint frá hjartanu sársaukanum og sorginni en líka gleðinni og sigrunum – og því hvernig vængjaþytur vonarinnar hvarf henni aldrei.
„Hetjusagan um Margréti; konuna sem barðist fyrir son sinn; opnaði dyr sem allir töldu lokaðar; saga sem snart hjarta mitt; mögnuð og hrífandi. Lestur bókarinnar gerir okkur að betri manneskjum.“ Dorrit Moussaieff um sögu Margrétar. Hér í frábærum lestri Sigríðar Eyrúnar Friðriksdóttur.
© 2020 Veröld (Hljóðbók): 9789935183965
© 2022 Veröld (Rafbók): 9789935495976
Útgáfudagur
Hljóðbók: 18 november 2020
Rafbók: 17 februari 2022
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland