Ó fyrir framan Hljóðbrot

Ó fyrir framan

Ó fyrir framan

Hljóðbók

Þó að sögur Þórarins Eldjárns hafi á sér sakleysislegt yfirbragð, þá er flest með þeim ólíkindum að hætt er við að tvær grímur renni á lesendur, enda skýtur höfundurinn sér óspart á bak við gráa glettu og hér er flest annað en sýnist. Heppni hjónanna Aðalsteins og Eddu snýst til að mynda í heppni með ó fyrir framan á sömu stundu og þau álpast í eplakassann forboðna í sjoppunni Paradís. – Sá gæflyndi og spaki heimilishundur, Lilli, reynist ógæfan ein og umhverfist í klámhund af gefnu tilefni. – Og þó að Sigurlaug, sjónvarpskonan vinsæla, finni hamingjuna um stund í viðtalsþáttum sínum, uggir stúlkan ekki að sér fyrr en hún hefur ánetjast óhamingju trylltrar fíknar sem rekur hana í endalaus opinská og einlæg viðtöl.

Það má svo sem vel vera að sumir telji sig hafa á milli handanna haldgóðar dæmisögur um hégóma og fláræði. En eins víst er að um misskilning sé að ræða, því þær eru sannast sagna hálar. Og hætt er við að um boðskapinn og merkinguna muni menn endalaust þræta.

Tungumál:
Íslenska
Flokkur:
Skáldsögur

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi:
Storyside
Útgefið:
2020-04-17
Lengd:
3Klst. 20Mín
ISBN:
9789179898656

Svipaðar bækur

Hitta storyn som passar just dig

Henrik Karlsson

"Har precis startat en provperiod hos Storytel och det är det bästa jag någonsin gjort. Att lyssna ger mig full koncentration på boken samtidigt som jag kan pyssla med annat."

Birgitta Johansson

"Det bästa som har hänt mig på länge. Dessutom lyssnar jag på böcker som jag nog aldrig hade kommit mig för att läsa annars. Jag lyssnar i bilen, på promenaden eller när jag städar."

Birgitta Lindh

"Jag och min man delar familjeabonnemanget och har haft Storytel i 5-6 år. Vi är så nöjda med både appen och Readern. Här finns ett stort bokutbud som passar oss båda!"