Hljóðbrot
Andstæður - Guðrún Sigríður Sæmundsen

Andstæður

Andstæður

3.87 32 5 Höfundur: Guðrún Sigríður Sæmundsen Lesari: Selma Björnsdóttir
Sem hljóðbók.
Andstæður er spennandi og áhrifamikil samtímasaga byggð á raunverulegum heimildum og gefur sterka sýn inn í harðan heim vændis og fíkniefna.

Líf Rebekku er fullkomið. Hún er gift æskuástinni sinni, Gunnari, þau búa í fallegum smábæ í Belgíu og hún er í draumastarfinu. Rebekka vinnur að nýrri bók um efni sem er henni hugleikið; lögleiðing vændis. Hana skortir innblástur enda er ekki auðvelt að setja sig inn í veruleika sem er svo andstæður hennar eigin.

En ekki er allt sem sýnist. Undir niðri kraumar óheiðarleiki sem smám saman grefur sig upp á yfirborðið og hið sanna kemur í ljós. Vonlaus staða Rebekku verður til þess að hún hittir vændiskonuna Jasmijn fyrir hreina tilviljun. Jasmijn er mikilvæg uppspretta heimilda fyrir Rebekku en frásögn hennar opnar dyr inn í heim sem erfitt er að trúa að sé til.

Andstæður er önnur bók Guðrúnar. Fyrsta bókin, Hann kallar á mig, fékk mjög góðar viðtökur og er einnig aðgengileg á Storytel. Í bókum sínum fjallar Guðrún á opinskáan hátt um dökkar hliðar samfélagsins. Hún leitast eftir að hreyfa við lesandanum og vekja hann þannig til umhugsunar.
Tungumál: Íslenska Flokkur: Skáldsögur Þýðandi:

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Storyside
Útgefið: 2020-05-08
Lengd: 5Klst. 26Mín
ISBN: 9789152113110
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Prófaðu frítt í 14 daga