Hljóðbrot
Mórún - Í Skugga Skrattakolls - Davíð Þór Jónsson

Mórún - Í Skugga Skrattakolls

Mórún - Í Skugga Skrattakolls

3,88 49 5 Höfundur: Davíð Þór Jónsson Lesari: Davíð Þór Jónsson
Hljóðbók.
Á botni hins ísi lagða Sviðnavatns, lengst norður í heimskautinu, liggur vel falinn leyndardómur sem ráðið gæti niðurlögum allra viti borinna kynþátta ef hann kæmist í rangar hendur. Þess vegna er vatnsins stöðugt gætt af voldugri systrareglu þar sem allir kynþættir eiga fulltrúa; menn, álfar, tröll, svartálfar og dvergar. Þegar nornirnar við Sviðnavatn verða fyrir síendurteknum árásum öflugs en ósýnilegs óvinar vandast þó málið. Mórún Hróbjarts álfamær og bogliðaforingi er því fengin til að skerast í leikinn. En þá fyrst hefst bardaginn líka fyrir alvöru. Í skugga Skrattakolls er fyrsta bókin um Mórúnu Hróbjarts. Atburðarásin er hröð og spennandi. Sagan er því kjörin lesning fyrir alla unnendur hreinræktaðra fantasíubókmennta, ekki síst ungmenni. Höfundurinn, Davíð Þór Jónsson, er löngu landsþekktur skemmtikraftur, útvarps- og sjónvarpsmaður, guðfræðingur, þýðandi og pistlahöfundur. Hann starfar um þessar mundir sem héraðsprestur í Austurlandsprófastsdæmi. Áður hafa komið út eftir hann tvær ljóðabækur fyrir börn og ein vísindaskáldsaga.
Tungumál: Íslenska Flokkur: Ungmennabækur Seríur: Mórún: 1 Þýðandi:

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Skynjun
Útgefið: 2015-08-18
Lengd: 4Klst. 26Mín
ISBN: 9789935180834
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Prófaðu frítt í 14 daga