328 Umsagnir
2.89
Tungumál
Íslenska
Flokkur
Fantasía & Scifi
Lengd
9Mín

Dyrnar á Svörtufjöllum

Höfundur: Stefan Mani Lesari: Rúnar Freyr Gíslason Hljóðbók

Þegar Stefán Máni var 26 ára pakkaði hann öllum eigum sínum í gamlan fólksbíl og yfirgaf heimahagana með handritið að sinni fyrstu bók í framsætinu. Hann flutti til höfuðborgarinnar í þeim tilgangi að gerast rithöfundur. Bókina gaf hann út á eigin kostnað, í takmörkuðu upplagi, og seldist hún upp á skömmum tíma. Dyrnar á Svörtufjöllum hefur verið ófáanleg síðan 1996 og er eftirsóttur og dýr safngripur í dag. En er nú í fyrsta sinn aðgengileg öllum sem hljóðbók. Þetta er lítil saga með stórt hjarta. Sögusviðið er lokaður hellir, djúpt inni í hrikalegu fjalli. Þar býr fámennur hópur vísindamanna, einu eftirlifendur mannkyns ­– eða hvað? Sögumaðurinn er forvitin og lífsglöð stúlka, yngsti meðlimurinn í afar undarlegri fjölskyldu sem á sér enn undarlegri leyndarmál.

© 2020 Kölski ehf. (Hljóðbók)

Skoða meira af