13 Umsagnir
3.54
Tungumál
Íslenska
Flokkur
Skáldsögur
Lengd
9Klst. 26Mín

Grámosinn glóir

Höfundur: Thor Vilhjálmsson Lesari: Jóhann Sigurðarson Hljóðbók

Var þetta morð? Hver eru mörk ástarinnar? Hver er sekur? Og hvernig á ungur menntamaður með skáldadrauma, nýkominn úr laufskálum heimsmenningar, að dæma í þessu skelfilega máli í afskekktri byggð á Íslandi? Morð í afdal. Ást í meinum. Sekt og sakleysi, heimsmenning og öræfi, skáldskapur, sannleikur, ofbeldi, vald: Grámosinn glóir eftir Thor Vilhjálmsson er margstefja saga og hljómmikil, en jafnframt auðlesin og sterk. Efni hennar er sótt í kunn íslensk sakamál frá síðari hluta 19. aldar, höfundur nýtir sér tækni spennusagna og ástarsagna, en öll lýtur frásögnin lögmálum skáldskapar. Fáir höfundar rita glæsilegri íslensku, og í þessu verki er einstæð orðgnótt Thors í þjónustu sannrar frásagnarlistar, þar sem söguþráðurinn er grípandi og persónur minnistæðar. Engin íslensk skáldsaga síðari ára hefur hlotið aðrar eins viðtökur og Grámosinn glóir. Hún var ein af söluhæstu bókunum árið sem hún kom út, 1986, og hlaut hástemmt lof gagnrýnenda. Síðar átti hún eftir að færa höfundi sínum Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs og útgáfur á fjölmörgum þjóðtungum.

© 2021 Mál og menning (Hljóðbók) ISBN: 9789979343578

Skoða meira af

Aðrir kunnu líka að meta...