Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Í Ævintýraeyjunni – uppgangur og endalok fjármálaveldis – lýsir Ármann ótrúlegum vexti Kaupþings þegar það breyttist úr smáfyrirtæki í langöflugasta og verðmætasta fyrirtæki landsins á rúmum áratug. Á sama tíma umbreyttist íslenskt viðskiptalíf og umsvif íslenskra fyrirtækja urðu forsíðuefni erlendis. Hér segir innanbúðarmaður frá mörgum stærstu viðskiptum Íslandssögunnar og því sem gerðist á bak við tjöldin. Ármann bregður nýju ljósi á fjölda þjóðkunnra einstaklinga, þar á meðal Björgólf Thor Björgólfsson, Davíð Oddsson, Hannes Smárason, Jón Ásgeir Jóhannesson, Bakkavararbræður, Kára Stefánsson og Sigurð Einarsson.
Ármann segir einnig frá kynnum sínum af sumu ríkasta og þekktasta fólki Bretlands og má þar nefna tískudrottninguna Karen Millen, sjónvarpskokkinn Gordon Ramsey, auðjöfurinn Philip Green, Mike Ashley, eiganda Newcastle United, og Joe Lewis, eiganda Tottenham Hotspurs. Í bókinni lýsir Ármann á eftirminnilegan hátt síðustu dögum Kaupþings – hvernig bankinn og íslenska fjármálakerfið féllu á nokkrum dögum haustið 2008. Þrátt fyrir alvarlegan undirtón iðar bókin af lífi og frásagnargleði. Ármann hefur næmt auga fyrir gamninu innan um alvöruna.
© 2021 Bókafélagið (Hljóðbók): 9789935517791
Útgáfudagur
Hljóðbók: 22 februari 2021
Merki
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland