Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Lárus Welding náði á skömmum tíma miklum frama í íslensku fjármálalífi. Þrítugur var hann orðinn forstjóri Glitnis banka, alþjóðlegs banka með starfsemi víða um heim. Sautján mánuðum síðar, í október 2008, féll bankinn með látum. Hann vissi ekki þá að framundan væri rúmlega áratugs löng barátta í íslenska réttarkerfinu þar sem ákæruvaldið gekk mjög hart fram á meðan Lárus gaf allt sitt í vörnina. Frásögn Lárusar er hispurslaus og hreinskilin um ris, fall og upprisu hæleikaríks bankamanns. Hún gefur einnig mikilsverða sýn á hlið þeirra sem störfuðu í fjármálakerfnu. Hann hlífir ekki sjálfum sér í þessari mögnuðu og lipurlega skrifuðu bók. Lárus varpar ljósi á efnahagshrunið og tengsl þess við hina alþjóðlegu fjármálakreppu. Hann bendir jafnframt á ýmislegt sem aflaga fór innan íslenska réttarkersins í tengslum við eftirleik hrunsins en Íslendingar, einir þjóða, fóru markvisst á eftir starfsmönnum bankanna. Lesari er Björn Hlynur Haraldsson.
© 2023 Almenna bókafélagið (Hljóðbók): 9789935534576
Útgáfudagur
Hljóðbók: 20 januari 2023
Lárus Welding náði á skömmum tíma miklum frama í íslensku fjármálalífi. Þrítugur var hann orðinn forstjóri Glitnis banka, alþjóðlegs banka með starfsemi víða um heim. Sautján mánuðum síðar, í október 2008, féll bankinn með látum. Hann vissi ekki þá að framundan væri rúmlega áratugs löng barátta í íslenska réttarkerfinu þar sem ákæruvaldið gekk mjög hart fram á meðan Lárus gaf allt sitt í vörnina. Frásögn Lárusar er hispurslaus og hreinskilin um ris, fall og upprisu hæleikaríks bankamanns. Hún gefur einnig mikilsverða sýn á hlið þeirra sem störfuðu í fjármálakerfnu. Hann hlífir ekki sjálfum sér í þessari mögnuðu og lipurlega skrifuðu bók. Lárus varpar ljósi á efnahagshrunið og tengsl þess við hina alþjóðlegu fjármálakreppu. Hann bendir jafnframt á ýmislegt sem aflaga fór innan íslenska réttarkersins í tengslum við eftirleik hrunsins en Íslendingar, einir þjóða, fóru markvisst á eftir starfsmönnum bankanna. Lesari er Björn Hlynur Haraldsson.
© 2023 Almenna bókafélagið (Hljóðbók): 9789935534576
Útgáfudagur
Hljóðbók: 20 januari 2023
Heildareinkunn af 186 stjörnugjöfum
Upplýsandi
Mögnuð
Hugvekjandi
Náðu í appið og taktu þátt í umræðum og stjörnugjöf
Sýnir 10 af 186
Gudmundur
10 feb. 2023
Vel skrifuð bók um ótrúlega aðför að venjulegu fólki sem gerði sitt besta á fordæmalausum tímum! Skyldulesning fyrir alla, sérstaklega þá sem halda öðru fram.
Guðný
1 feb. 2023
Áhugaverð
Svava
12 feb. 2023
Er andkapítalísk í eðli mínu svo að hlustunin var erfið. Mannlegi þátturinn vekur upp samkennd. Einlæg frásögn um líf bankamanns í hruninu. Fyrir hrun, á meðan og eftir.
Gaui
8 feb. 2023
Upplýsandi um réttarfar á Íslandi .
Friðrik
16 feb. 2023
Heiðarleg og sanngjörn frásögn
Halldór
10 feb. 2023
Mjög áhugaverð og vekur upp margar spurningar.
Katrín
1 feb. 2023
An unbelievable story, very informative and gives an insight into and new point of view of the financial crisis.
Ómar
12 feb. 2023
Fróðleg og vel skrifuð
Baldvina
24 jan. 2023
Mjög góð og áhugaverð bók.
Kristinn
11 juni 2023
Afar áhugaverð frásögn, vafalaust einhverjir með óbragð í munni vegna eigin framkomu í hinu pólitíska og lagaumhverfi landsins tengt þessum tíma. Framúrskarandi lestur.
Íslenska
Ísland