Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Julius Schopka var 24 ára þegar hann kom til Íslands árið 1920. Hann hafði verið í þýska flotanum í nýliðinni heimsstyrjöld, í áhöfn U-52, kafbáts sem fór um hafdjúpin og gerði árásir á tugi skipa. Stríðið var grimmilegt og bátsverjinn ungi upplifði margt skelfilegt – en átti líka góðar stundir, eins og þegar hann bjargaði litlum kettlingi af sökkvandi beitiskipi. Íslandsfarið Flóra var eitt þeirra skipa sem kafbáturinn sökkti en áhöfn og farþegar komust af. Eftir að Schopka settist að í Reykjavík varð hann einn forvígismanna Þjóðverja hérlendis og tók á móti þýskum herskipum sem komu til hafnar. Þar hitti hann menn sem áttu eftir að hefjast til æðstu metorða innan þriðja ríkisins en sjálfur var hann eindreginn andstæðingur nasista. Hann varð íslenskur ríkisborgari, vel metinn kaupmaður, og eignaðist börn og buru. Illugi Jökulsson segir hér viðburðaríka sögu Juliusar Schopka og byggir líflega frásögn sína á minningum hans sjálfs úr stríðinu og miklum fjölda annarra heimilda. Um leið er gangur fyrri heimsstyrjaldar rakinn, sögð saga þýska herskipaflotans og greint frá helstu atburðum hinna róstusömu ára eftir stríð.
© 2021 JPV (Hljóðbók): 9789935290748
© 2021 JPV (Rafbók): 9789935290212
Útgáfudagur
Hljóðbók: 8 november 2021
Rafbók: 8 november 2021
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland