Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Bjarmalönd er í senn upplýsandi, stórfróðleg og bráðskemmtileg svipmynd af heimshluta sem fjallað er um í næstum hverjum fréttatíma, hvort sem um er að ræða stríðið í austurhluta Úkraínu eða mótmæli gegn Lúkasjenkó í Hvíta-Rússlandi, átök um Nagornó Karabak eða ráðgátuna Pútín. Valur Gunnarsson, sagnfræðingur, rithöfundur og blaðamaður, drakk á unga aldri í sig fréttir af stjörnustríðsáætlunum og kjarnorkuvá, og kjarnorkuslysið í Tsjernóbíl virtist staðfesta að allt gæti gerst. Svo féll múrinn, Sovétríkin leystust upp og friðvænlegra virtist um hríð. Á landakortinu birtust ýmis ríki þar sem risaveldið hafði áður verið: Eistland, Lettland og Litáen, Úkraína og Hvíta-Rússland, ný -stan-lönd í Mið-Asíu og átakasvæði við Kákasusfjöll. Að ógleymdu Rússlandi sjálfu.Ný heimsmynd sótti á hugann. Undir lok síðustu aldar var Valur við nám í Rússlandsfræðum í Finnlandi og fór loks yfir landamærin til Rússlands, í fyrsta sinn af mörgum. Síðan hefur hann búið í Eistlandi og Rússlandi og heimsótt flest hinna fyrrum Sovétríkja. Veturinn og vorið 2020 dvaldi Valur í Úkraínu á tímum kófs, og heimsótti þá m.a. Hvíta-Rússland rétt fyrir uppþot. Bókin er afraksturinn af þessari dvöl og ferðalögum, fræðistörfum og greinaskrifum undanfarinna 20 ára.
© 2021 Mál og menning (Hljóðbók): 9789979345473
© 2021 Mál og menning (Rafbók): 9789979344148
Útgáfudagur
Hljóðbók: 23 augusti 2021
Rafbók: 23 augusti 2021
Yfir 900.000 hljóð- og rafbækur
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Yfir 900.000 hljóð- og rafbækur
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Yfir 900.000 hljóð- og rafbækur
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland