Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Hernámsnóttin 10. maí 1940 er ein áhrifamesta nótt Íslandssögunnar. Íslendingar drógust inn í átök heimsstyrjaldarinnar og þjóðlífið umturnaðist á skömmum tíma. Í þessari bók er þessi örlagasaga sögð í fyrsta sinn frá sjónarhóli allra þátttakenda. -- Söguleg handtaka þýska ræðismannsins og SS-foringjans Gerlachs. -- Orðrómur á Austurfjörðum sem blandaðist inn í einn mesta harmleik breska flotans á stríðsárunum. -- Ráðagerðir Hitlers um að hrifsa Ísland úr höndum Breta og innlima það í Þriðja ríkið. -- Víðtæk njósnastarfsemi Breta og Bandaríkjmanna á Íslandi. -- „Svarti listinn“, sem njósnaforingjar bandamanna gerðu til undirbúnings handtökum á tæplega 700 meintum andstæðingum hérlendis, er hér birtur í fyrsta sinn. Bretarnir koma byggist á ógrynni íslenskra og erlendra skjala sem leynd hvíldi lengi yfir í söfnum. Saman við þessar heimildir fléttast frásagnir frá hundruðum heimildarmanna og sjónarvotta. Bækur Þórs Whitehead um Ísland í síðari heimsstyrjöld hafa notið einstakra vinsælda. Frásögn Þórs er lifandi og á köflum mjög spennandi án þess að slakað sé á fræðilegum kröfum. Árið 1996 hlaut Þór Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bókina Milli vonar og ótta.
© 2022 Ugla útgáfa (Hljóðbók): 9789935217806
Útgáfudagur
Hljóðbók: 6 december 2022
Hernámsnóttin 10. maí 1940 er ein áhrifamesta nótt Íslandssögunnar. Íslendingar drógust inn í átök heimsstyrjaldarinnar og þjóðlífið umturnaðist á skömmum tíma. Í þessari bók er þessi örlagasaga sögð í fyrsta sinn frá sjónarhóli allra þátttakenda. -- Söguleg handtaka þýska ræðismannsins og SS-foringjans Gerlachs. -- Orðrómur á Austurfjörðum sem blandaðist inn í einn mesta harmleik breska flotans á stríðsárunum. -- Ráðagerðir Hitlers um að hrifsa Ísland úr höndum Breta og innlima það í Þriðja ríkið. -- Víðtæk njósnastarfsemi Breta og Bandaríkjmanna á Íslandi. -- „Svarti listinn“, sem njósnaforingjar bandamanna gerðu til undirbúnings handtökum á tæplega 700 meintum andstæðingum hérlendis, er hér birtur í fyrsta sinn. Bretarnir koma byggist á ógrynni íslenskra og erlendra skjala sem leynd hvíldi lengi yfir í söfnum. Saman við þessar heimildir fléttast frásagnir frá hundruðum heimildarmanna og sjónarvotta. Bækur Þórs Whitehead um Ísland í síðari heimsstyrjöld hafa notið einstakra vinsælda. Frásögn Þórs er lifandi og á köflum mjög spennandi án þess að slakað sé á fræðilegum kröfum. Árið 1996 hlaut Þór Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bókina Milli vonar og ótta.
© 2022 Ugla útgáfa (Hljóðbók): 9789935217806
Útgáfudagur
Hljóðbók: 6 december 2022
Heildareinkunn af 95 stjörnugjöfum
Upplýsandi
Hugvekjandi
Snjöll
Náðu í appið og taktu þátt í umræðum og stjörnugjöf
Sýnir 10 af 95
Audu
21 dec. 2022
Frábær bók og ítarleg. Nú þarf að lesa allar hinar bækur Þórs Whithead inn á Storytel.
Þorsteinn
13 dec. 2022
Fróðleg og skemmtileg bók
Brynjólfur
14 dec. 2022
Mjög vel lesin
hólmfríður
11 juni 2023
Frábær og vel lesin mjög upplýsandi❤️
Sveinn
15 feb. 2024
Frábær lesari.
Viðar
24 jan. 2023
Upplýsandi og snilldarlega lesin.
Brynhildur
31 jan. 2024
Frábær heimild um Hernám Ísl!
Friðrik
1 juni 2023
Áhugaverð
Soffía
1 feb. 2023
Fræðandi og góð bók og lestur góður
Jón Dagur
2 juni 2024
Góð bók ég er mjög áhugasamur um fyrri og seinni heimstirjaldirnar og þessi bók er mjög upplísandi
Íslenska
Ísland