Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.2
4 of 4
Ungmennabækur
Varúð! Ekki hlusta á þessar sögur fyrir háttinn! Hrekkjavökur eru hræðilegar og fyndnar sögur fyrir hugrökk börn. Þið mætið allskyns kynjaverum og hrikalegum skepnum sem hafa hrætt líftóruna úr kátum krökkum alla tíð síðan í eldgamla daga. Alræmdu rithöfundarnir og hjónakornin Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Bragi Páll Sigurðsson setja allar þessar ófreskjur í nýjan og spennandi búning. Nú er tíminn til að snúa lyklinum í skránni, leiða hjá sér marrið í hurðinni og hvinið í vindinum og hleypa óttanum inn fyrir þröskuldinn... og kannski hlæja smá í leiðinni. Af hverju leyfir pabbi hennar Andreu henni aldrei að gera neitt upp á eigin spýtur? Við hvað er hann alltaf svona hræddur? Til að útskýra það skrifar pabbinn langt bréf til dóttur sinnar þar sem hann segir henni frá skelfilegu skíðanámskeiði sem hann var sendur á þegar hann var lítill. Skólastjórinn var stórskrítinn og krakkarnir á námskeiðinu hegðuðu sér mjög afbrigðilega. Eiginlega eins og dýr. Og það virtist stórhættulegt að sofna! Hvað gerðist eiginlega í skíðaskólanum? Ekki fara á skíði sækir innblástur í eldgamlar sögur um umskiptinga og huldufólk. Hvað er það? spyrðu kannski. Þú verður bara að hlusta og komast að því!
© 2024 Storytel Original (Hljóðbók): 9789180689502
© 2024 Storytel Original (Rafbók): 9789180689519
Útgáfudagur
Hljóðbók: 1 oktober 2024
Rafbók: 30 september 2024
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland