íris
21 maj 2021
Bókin er góð en guð hjálpi mér að hlusta á lesandann kyngja munnvatni á mínútufresti með þvílíkum tilþrifum gerði það að verkum að ég gafst upp eftir klukkutíma.
4
Glæpasögur
Besta íslenska glæpasaga ársins 2020!
Björgunarsveitir eru sendar inn í Lónsöræfi í leit að hópi fólks sem er saknað. Hvaða erindi áttu þau í óbyggðir um hávetur? Af hverju yfirgáfu þau það litla skjól sem þau höfðu, illa búin og berskjölduð? Á sama tíma gerast undarlegir atburðir á ratsjárstöðinni á Stokksnesi. Og á nesinu er gat í sjávarklöpp sem sogar til sín fólk ...
Hér er ekki allt sem sýnist, hvort sem það er blóðblettur í snævi þöktu landslagi fjarri mannabyggðum, truflanir á ratsjá – eða barnsskór sem kemur óvænt fram áratugum eftir að hann hvarf.
Bráðin eftir Yrsu Sigurðardóttur er mögnuð saga sem fær hárin á lesandanum til að rísa.
Bráðin hlaut Blóðdropann 2021 sem besta íslenska glæpasaga ársins 2020.
„Andrúmsloftinu má líkja við gos í hver. Fyrst er allt rólegt á yfirborðinu, svo mallar það, kraumar, síðan er allt á suðupunkti áður en allar varnir springa svo ekkert verður við ráðið. ... Bráðin veldur andvökunóttum. Sagan er spennandi og uppbygging góð, aðstæður eru ógnvekjandi á stundum og valda hugarangri“ ⭐️⭐️⭐️⭐️1/2 Steinþór Guðbjartsson, Morgunblaðinu
„Allir söguþræðirnir eru æsispennandi og ríghalda og lesandinn er skilinn eftir með allar taugar þandar og óbragð í munni ... Spennu- og draugasaga sem rígheldur og erfitt er að leggja frá sér.“ Brynhildur Björnsdóttir, Fréttablaðinu
„Mér finnst henni takast rosalega vel að búa til þennan óhugnað og hrylling án þess að fara of langt. ... Góð Yrsa.“ Sunna Dís Másdóttir, Kiljunni
„Mér finnst Yrsa vera í stuði í ár ... hún er í góðum gír í þessari bók. Góð Yrsa.“ Sverrir Norland, Kiljunni
© 2021 Veröld (Hljóðbók): 9789935300928
© 2022 Veröld (Rafbók): 9789935300621
Útgáfudagur
Hljóðbók: 20 maj 2021
Rafbók: 14 februari 2022
Merki
4
Glæpasögur
Besta íslenska glæpasaga ársins 2020!
Björgunarsveitir eru sendar inn í Lónsöræfi í leit að hópi fólks sem er saknað. Hvaða erindi áttu þau í óbyggðir um hávetur? Af hverju yfirgáfu þau það litla skjól sem þau höfðu, illa búin og berskjölduð? Á sama tíma gerast undarlegir atburðir á ratsjárstöðinni á Stokksnesi. Og á nesinu er gat í sjávarklöpp sem sogar til sín fólk ...
Hér er ekki allt sem sýnist, hvort sem það er blóðblettur í snævi þöktu landslagi fjarri mannabyggðum, truflanir á ratsjá – eða barnsskór sem kemur óvænt fram áratugum eftir að hann hvarf.
Bráðin eftir Yrsu Sigurðardóttur er mögnuð saga sem fær hárin á lesandanum til að rísa.
Bráðin hlaut Blóðdropann 2021 sem besta íslenska glæpasaga ársins 2020.
„Andrúmsloftinu má líkja við gos í hver. Fyrst er allt rólegt á yfirborðinu, svo mallar það, kraumar, síðan er allt á suðupunkti áður en allar varnir springa svo ekkert verður við ráðið. ... Bráðin veldur andvökunóttum. Sagan er spennandi og uppbygging góð, aðstæður eru ógnvekjandi á stundum og valda hugarangri“ ⭐️⭐️⭐️⭐️1/2 Steinþór Guðbjartsson, Morgunblaðinu
„Allir söguþræðirnir eru æsispennandi og ríghalda og lesandinn er skilinn eftir með allar taugar þandar og óbragð í munni ... Spennu- og draugasaga sem rígheldur og erfitt er að leggja frá sér.“ Brynhildur Björnsdóttir, Fréttablaðinu
„Mér finnst henni takast rosalega vel að búa til þennan óhugnað og hrylling án þess að fara of langt. ... Góð Yrsa.“ Sunna Dís Másdóttir, Kiljunni
„Mér finnst Yrsa vera í stuði í ár ... hún er í góðum gír í þessari bók. Góð Yrsa.“ Sverrir Norland, Kiljunni
© 2021 Veröld (Hljóðbók): 9789935300928
© 2022 Veröld (Rafbók): 9789935300621
Útgáfudagur
Hljóðbók: 20 maj 2021
Rafbók: 14 februari 2022
Merki
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Heildareinkunn af 1795 stjörnugjöfum
Spennandi
Ófyrirsjáanleg
Mögnuð
Náðu í appið og taktu þátt í umræðum og stjörnugjöf
Sýnir 10 af 1795
íris
21 maj 2021
Bókin er góð en guð hjálpi mér að hlusta á lesandann kyngja munnvatni á mínútufresti með þvílíkum tilþrifum gerði það að verkum að ég gafst upp eftir klukkutíma.
Elín
13 juni 2021
Ein besta bók Yrsu og upplesturinn mjög góður.
Asdis
24 maj 2021
Leiðinleg langloka og illa skrifuð - lesturinn drepur hana svo alveg þótt ég hafi hlustað á 1.3 hraða hef verið að velta því fyrir mér hvort Yrsa ætti ekki að taka pásu - þetta draugalega sem hún hefur með í sumum sögum hittir aldrei í mark
Aníta
25 maj 2021
Gafst upp eftir klukkutíma, næ engu sambandi við bókina með þessum lesara, eins og það sé verið að lesa upp heimildir, eða ég veit ekki hvað, það verður að passa að láta réttan aðila lesa spennusögur, það geta það ekki allir.
anna
24 maj 2021
Gafs upp eftir þrjá og halfan tíma,,bara steypa.
Gunnar
14 mars 2022
Frábærlega lesin. Vala hefur þægilega rödd og talanda vel til fallinn til upplesturs. Hún er líka ófeimin við að skreyta lesningu með mismunandi blæbrigðum sem eru fullkomlega við hæfi. Bókin sjálf er svo stórgóð, og kemur á óvart.
Edvard
29 maj 2021
Flókin Lélegur lestur, Ég gafst upp á hlusta
Þorbjörg
25 maj 2021
Dimm Vel lesin
Sigurđur
8 nov. 2021
Ja hvað skal segja!Mjög sérstök, mikil skrif um ekkert Mjög langdregin en sjálfur þráðurinn góður
Ebba
6 juni 2021
Byrjaði sæmilega gafst upp á lestrinum eftir klukkutíma svo slitróttur og samhengislaus 🥺
Íslenska
Ísland