Hulda Valdimarsdóttir Ritchie átti viðburðaríka ævi allt frá tvítugsaldri, þegar hún giftist skoska sjóliðanum Samuel Ritchie. Hann gegndi herþjónustu vestur í Hnífsdal, heimabæ Huldu, eftir að Ísland var hernumið árið 1940. Hjónavígslu þeirra bar brátt að á Ísafirði og var framkvæmd í kapp við breska sjóherinn, sem ætlaði að hrífa Samuel brott frá Huldu, áður en af giftingu gæti orðið.
Hulda fylgdi manni sínum til Skotlands haustið 1941. Í bókinni segir frá örlagaríkum árum Huldu í Bretlandi, þar sem þau Samuel, sonur þeirra Valdimar og sambýlisfólk slubbu naumlega lífs af úr loftárás á heimili þeirra í London. Hulda fæddi þrjú börn á stríðsárunum í Skotlandi við misjafnar aðstæður, en þeim var ekki öllum langra lífdaga auðið. Samuel Ritchie, maður Huldu, hafði stungið tjaldhælum sínum í jörð vestur á Melum sumarið 1940, og þá óraði hann ekki fyrir því, að nær þeim tjaldstað ætti hann eftir að eiga heima lungann úr ævinni.
Fimmtán árum eftir að fjölskyldan flutti heim frá Skotlandi, árið 1962, hóf Hulda að vinna í bandaríska sendiráðinu og starfaði þar á þriðja áratug. Hún kynntist þar og átti samskipti við fjölda fólks, m.a. forseta og varaforseta Bandaríkjanna. Hulda Ritchie bjó yfir ótrúlegri seiglu og þrautseigju sem lífshlaup hennar ber vott um. Þá er ónefndur sá andvaragestur, sem fyrr á ævinni bankaði upp á hjá Huldu, oftast sem vágestur en einnig aufúsugestur.
© 2019 Storyside (Hljóðbók): 9789179313067
Útgáfudagur
Hljóðbók: 27 november 2019
Hulda Valdimarsdóttir Ritchie átti viðburðaríka ævi allt frá tvítugsaldri, þegar hún giftist skoska sjóliðanum Samuel Ritchie. Hann gegndi herþjónustu vestur í Hnífsdal, heimabæ Huldu, eftir að Ísland var hernumið árið 1940. Hjónavígslu þeirra bar brátt að á Ísafirði og var framkvæmd í kapp við breska sjóherinn, sem ætlaði að hrífa Samuel brott frá Huldu, áður en af giftingu gæti orðið.
Hulda fylgdi manni sínum til Skotlands haustið 1941. Í bókinni segir frá örlagaríkum árum Huldu í Bretlandi, þar sem þau Samuel, sonur þeirra Valdimar og sambýlisfólk slubbu naumlega lífs af úr loftárás á heimili þeirra í London. Hulda fæddi þrjú börn á stríðsárunum í Skotlandi við misjafnar aðstæður, en þeim var ekki öllum langra lífdaga auðið. Samuel Ritchie, maður Huldu, hafði stungið tjaldhælum sínum í jörð vestur á Melum sumarið 1940, og þá óraði hann ekki fyrir því, að nær þeim tjaldstað ætti hann eftir að eiga heima lungann úr ævinni.
Fimmtán árum eftir að fjölskyldan flutti heim frá Skotlandi, árið 1962, hóf Hulda að vinna í bandaríska sendiráðinu og starfaði þar á þriðja áratug. Hún kynntist þar og átti samskipti við fjölda fólks, m.a. forseta og varaforseta Bandaríkjanna. Hulda Ritchie bjó yfir ótrúlegri seiglu og þrautseigju sem lífshlaup hennar ber vott um. Þá er ónefndur sá andvaragestur, sem fyrr á ævinni bankaði upp á hjá Huldu, oftast sem vágestur en einnig aufúsugestur.
© 2019 Storyside (Hljóðbók): 9789179313067
Útgáfudagur
Hljóðbók: 27 november 2019
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Heildareinkunn af 106 stjörnugjöfum
Hjartahlý
Notaleg
Upplýsandi
Náðu í appið og taktu þátt í umræðum og stjörnugjöf
Sýnir 2 af 106
Þórhalla
26 okt. 2020
Allt í lagi ekkert meira
Hulda
22 jan. 2020
Æðisleg bók
Íslenska
Ísland