Hann hafði verið maðurinn í lífi mínu, með honum átti ég fallegustu og æðisgengnustu daga og nætur ævinnar á dögum undirliggjandi ótta og einræðisstjórnar Þýska alþýðulýðveldisins. Af hverju hvarf hann fyrirvaralaust úr lífi mínu? Af hverju heyrðist ekkert í honum eftir að múrinn féll? Hafði hann eitthvað að fela? Kristín Jóhannsdóttir hélt til náms austur fyrir járntjald árið 1987. Sú vist átti eftir að marka hana fyrir lífstíð. Í tvo áratugi sat hún á sér en gat svo ekki meir. Hafði maðurinn sem hún elskaði bara verið ómerkilegur Stasí-njósnari? Hvað með aðra vini sem hún eignaðist á þessum sögulegu tímum? Kristín Jóhannsdóttir er forstöðumaður Eldheima í Vestmannaeyjum. Hún var um langt árabil fréttaritari Ríkisútvarpsins í Berlín. Ekki gleyma mér er áhrifamikil minningasaga þar sem hún gerir upp heitar nætur í köldu stríði í einræðisríki á fallanda fæti. Þetta er hrífandi bók sem dregur upp áleitna mynd af veröld sem var og lætur engan ósnortinn.
© 2017 Skynjun (Hljóðbók): 9789935181831
Útgáfudagur
Hljóðbók: 5 december 2017
Hann hafði verið maðurinn í lífi mínu, með honum átti ég fallegustu og æðisgengnustu daga og nætur ævinnar á dögum undirliggjandi ótta og einræðisstjórnar Þýska alþýðulýðveldisins. Af hverju hvarf hann fyrirvaralaust úr lífi mínu? Af hverju heyrðist ekkert í honum eftir að múrinn féll? Hafði hann eitthvað að fela? Kristín Jóhannsdóttir hélt til náms austur fyrir járntjald árið 1987. Sú vist átti eftir að marka hana fyrir lífstíð. Í tvo áratugi sat hún á sér en gat svo ekki meir. Hafði maðurinn sem hún elskaði bara verið ómerkilegur Stasí-njósnari? Hvað með aðra vini sem hún eignaðist á þessum sögulegu tímum? Kristín Jóhannsdóttir er forstöðumaður Eldheima í Vestmannaeyjum. Hún var um langt árabil fréttaritari Ríkisútvarpsins í Berlín. Ekki gleyma mér er áhrifamikil minningasaga þar sem hún gerir upp heitar nætur í köldu stríði í einræðisríki á fallanda fæti. Þetta er hrífandi bók sem dregur upp áleitna mynd af veröld sem var og lætur engan ósnortinn.
© 2017 Skynjun (Hljóðbók): 9789935181831
Útgáfudagur
Hljóðbók: 5 december 2017
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Heildareinkunn af 1365 stjörnugjöfum
Hjartahlý
Rómantísk
Upplýsandi
Náðu í appið og taktu þátt í umræðum og stjörnugjöf
Sýnir 10 af 1365
Þorgerdur
29 maj 2020
Mögnuð saga vel lesin takk fyrir mig.
Helena
1 juli 2020
Frábær bok
Þórhalla
13 apr. 2020
Frábær saga og vel lesin 😘
Á
23 juli 2020
Bókin er fín, en upplesturinn frekar kauðskur.
Arna
16 nov. 2020
Mæli virkilega með þessari fróðlegu, fallegu og einlægu bók. Finnst að eigi að gera kvikmynd um söguna!
Kolbrún Jóna
8 maj 2020
Kom verulega á óvart, vel skrifuð og einlæg. Skemmtileg. Takk
Lindal
28 feb. 2022
Ekkert það góð bók 👌
Rúna
21 jan. 2021
Romantic and interesting
asgeir
19 juni 2020
Afar hreinskilin og vel sögð ástarsaga sem gerist í kring um fall Berlínarmúrsins. Vel lesin
Magnea
15 feb. 2021
Virkilega góð bók og vel lesin. Lagði hana ekki frá mér fyrr en hún var búin :)
Íslenska
Ísland