Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
3.7
Skáldsögur
Það er síðla í október, komið fram yfir miðnætti. Jen bíður eftir Todd, átján ára syni sínum, sem er allt of seint á ferð.
Loksins sér hún hann birtast. En jafnskjótt áttar hún sig á að hann er ekki einn á ferð, það er ókunnugur maður með honum og Todd er vopnaður. Jen trúir ekki eigin augum þegar hún sér soninn – þennan lífsglaða ungling – vega manninn þarna á götunni fyrir utan húsið þeirra. Hún veit ekki hver þetta er né hvers vegna hann er drepinn. Aðeins að framtíð sonar hennar er í molum.
Þetta kvöld sofnar Jen full örvæntingar. Allt er í uppnámi. Þangað til hún vaknar … og það er gærdagurinn … Og svo vaknar hún aftur daginn þar á undan.
Á hverjum morgni vaknar Jen lengra aftur í fortíðinni. Með annað tækifæri til að stöðva voðaverkið. Einhvers staðar liggur kveikjan að glæpnum – og Jen á ekki annan kost en að finna hana.
Rangur staður, rangur tími er eftir metsöluhöfundinn Gillian McAllister. Sagan hefur verið ausin lofi og seld til yfir 30 landa. Magnea J. Matthíasdóttir þýddi. Hér í frábærum lestri Söru Daggar Ásgeirsdóttur.
© 2024 JPV (Hljóðbók): 9789935295484
Þýðandi: Magnea J. Matthíasdóttir
Útgáfudagur
Hljóðbók: 4 mars 2024
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland