510 Umsagnir
4.36
Tungumál
Íslenska
Flokkur
Klassískar bókmenntir
Lengd
6Klst. 42Mín

Anna frá Stóruborg

Höfundur: Jón Trausti Lesari: Þórunn Hjartardóttir Hljóðbók og Rafbók

Sagan Anna frá Stóruborg eftir Jón Trausta, eða Guðmund Magnússon eins og hann hét réttu nafni, er söguleg skáldsaga og byggir eins og fleiri sögur Jóns Trausta á traustum heimildum í bland við munnmælasögur. Var hún hluti af sagnaflokki Jóns sem hann kallaði Góðir stofnar. Sagan hefur allt frá því hún kom út notið gríðarlegra vinsælda hjá íslensku þjóðinni rétt eins og sögurnar um Höllu og heiðarbýlið. Og eitt er víst að hún á jafn mikið erindi til okkar í dag eins og þegar hún kom fyrst út. Anna sem sagan fjallar um var íslensk hefðarkona á 16. öld. Þótti hún stórlát og mikil fyrir sér. Reisti hún bú á Stóru-Borg undir Eyjafjöllum. Sagt er að margir auðmenn hafi beðið hennar en hún hryggbrotið þá alla, því hún elskaði bara fátæka smalamanninn Hjalta.

© 2020 Storyside (Hljóðbók) ISBN: 9789179893903 © 2020 Storyside (Rafbók) ISBN: 9789180133920

Skoða meira af