Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.5
1 of 2
Skáldsögur
Komið er að tímamótum í lífi Halldóru Hallbjargar Orradóttur þegar farið er að líða á ævikvöldið. Hún þarf að segja skilið við lífið sem hún þekkir og flytjast á hjúkrunarheimili með lítið annað með sér en dularfullt umslag. Nýr kafli hefst í lífi hennar en um leið rígheldur fortíðin í hana. Myrk leyndarmál, sem hlekkjað hafa sál hennar alla tíð frá því hún var send í sveit sem ung stúlka, krefjast þess að líta dagsljósið áður en yfir lýkur. Sálarhlekkir er einstaklega fögur og átakanleg skáldsaga sem fléttar fortíðinni saman við það sem virðist vera síðasti kaflinn í bók lífsins. Þetta er saga um sársauka, söknuð og sektarkennd en líka saga um ástina, uppgjör og endurlausn. Steindór Ívarsson sló í gegn með bók sinni Þegar fennir í sporin sem kom út árið 2021. Hér snýr hann aftur með heillandi og spennandi örlagasögu sem mun hitta í mark hjá lesendum.
© 2023 Storytel Original (Hljóðbók): 9789180680387
© 2023 Storytel Original (Rafbók): 9789180680394
Útgáfudagur
Hljóðbók: 30 januari 2023
Rafbók: 30 januari 2023
4.5
1 of 2
Skáldsögur
Komið er að tímamótum í lífi Halldóru Hallbjargar Orradóttur þegar farið er að líða á ævikvöldið. Hún þarf að segja skilið við lífið sem hún þekkir og flytjast á hjúkrunarheimili með lítið annað með sér en dularfullt umslag. Nýr kafli hefst í lífi hennar en um leið rígheldur fortíðin í hana. Myrk leyndarmál, sem hlekkjað hafa sál hennar alla tíð frá því hún var send í sveit sem ung stúlka, krefjast þess að líta dagsljósið áður en yfir lýkur. Sálarhlekkir er einstaklega fögur og átakanleg skáldsaga sem fléttar fortíðinni saman við það sem virðist vera síðasti kaflinn í bók lífsins. Þetta er saga um sársauka, söknuð og sektarkennd en líka saga um ástina, uppgjör og endurlausn. Steindór Ívarsson sló í gegn með bók sinni Þegar fennir í sporin sem kom út árið 2021. Hér snýr hann aftur með heillandi og spennandi örlagasögu sem mun hitta í mark hjá lesendum.
© 2023 Storytel Original (Hljóðbók): 9789180680387
© 2023 Storytel Original (Rafbók): 9789180680394
Útgáfudagur
Hljóðbók: 30 januari 2023
Rafbók: 30 januari 2023
Heildareinkunn af 1684 stjörnugjöfum
Hjartahlý
Sorgleg
Rómantísk
Náðu í appið og taktu þátt í umræðum og stjörnugjöf
Sýnir 10 af 1684
Unna
30 jan. 2023
Mögnuð bók og lesturinn frábær. 2 fallegustu orð yfir tár sem ég hef heyrt í þessari bók; harmdögg og bráregn
Ida
1 feb. 2023
Söguþráður lýsir af mikilli næmni reynslu ungrar stúlku af kynferðislegu ofbeldi og afleiðingum þess á hana. Hreint ótrúlegt að karlmaður hafi skrifað þessa sögu af slíku innsæi í hugarheim og tilfinningar hennar. Upplestur uppá 10.
Fríða
4 feb. 2023
Gat ekki hætt að hlusta! ❤️ Steindór hefur djúpa þekkingu á hjarta mannverunnar ❤️
Linda Linnet
31 jan. 2023
Vá! Þessi bók er ekki síðri en fyrri bók Steindórs. Hún kom við hjartað í mér og ég grét og ég brosti þegar vel átti við. Hlakka mikið til næstu bókar Steindórs. 🥰
Lilja Hafdís
19 feb. 2023
Þvílík snilldar skrif 🫶🏼Það er eins og höfundur hafi sjálfur verið Halldóra 🏆 Allar lýsingar á tilfinningum eru svo 100% Húrra 👏🏻👏🏻👏🏻👏🏻fyrir höfundi + vali á lesendum sem lesa með hjartanu 🏆💖
Guðlaug
31 jan. 2023
Falleg saga í öllum sínum ljótleika. Lestur mæðgnanna afbragðsgóður.
Sara
1 feb. 2023
Frábær lestur hjá þeim mæðgum
Björk
31 jan. 2023
Mjög góð bók og vel lesinn.
Ásta
1 feb. 2023
Frábær bók og skrifuð á fallegri íslensku.
Katrín
1 feb. 2023
Mjög vel lesin. Mjög sorgleg. Eflaust sannleiks korn til í skáldsögunni. Mæli með að hlusta.
Íslenska
Ísland