„Engum sem farið hefur um Hrútadal dylst það að hann er með fegurstu sveitum landsins.“
Þannig hefst Dalalíf, stórvirki Guðrúnar Árnadóttur frá Lundi. Hreppstjórinn Jakob Jónsson býr á stórbýlinu Nautaflötum í Hrútadal, ókvæntur og barnlaus. Á miðjum aldri sækir hann sér óvænt brúði í næsta hérað, Lísibetu Helgadóttur. Jón, sonur þeirra, verður sjálfskipaður foringi barnanna af næstu bæjum og þegar þau vaxa úr grasi álítur leiksystirin Þóra í Hvammi sig heitbundna honum. En Lísibet hefur annað konuefni í huga handa syni sínum …
Fyrsta bindi Dalalífs kom út 1946 og var fyrsta bók Guðrúnar sem þá var tæplega sextug. Lesendur tóku fagnandi á móti lifandi persónum, skörpum sálfræðilegum athugunum, skemmtilegum samtölum og fjörlegum frásagnarhætti og nú kemur þessi rómaða saga út í fjórða sinn.
© 2018 Hljóðbók.is (Hljóðbók): 9789935417879
Útgáfudagur
Hljóðbók: 14 januari 2018
„Engum sem farið hefur um Hrútadal dylst það að hann er með fegurstu sveitum landsins.“
Þannig hefst Dalalíf, stórvirki Guðrúnar Árnadóttur frá Lundi. Hreppstjórinn Jakob Jónsson býr á stórbýlinu Nautaflötum í Hrútadal, ókvæntur og barnlaus. Á miðjum aldri sækir hann sér óvænt brúði í næsta hérað, Lísibetu Helgadóttur. Jón, sonur þeirra, verður sjálfskipaður foringi barnanna af næstu bæjum og þegar þau vaxa úr grasi álítur leiksystirin Þóra í Hvammi sig heitbundna honum. En Lísibet hefur annað konuefni í huga handa syni sínum …
Fyrsta bindi Dalalífs kom út 1946 og var fyrsta bók Guðrúnar sem þá var tæplega sextug. Lesendur tóku fagnandi á móti lifandi persónum, skörpum sálfræðilegum athugunum, skemmtilegum samtölum og fjörlegum frásagnarhætti og nú kemur þessi rómaða saga út í fjórða sinn.
© 2018 Hljóðbók.is (Hljóðbók): 9789935417879
Útgáfudagur
Hljóðbók: 14 januari 2018
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Heildareinkunn af 1218 stjörnugjöfum
Notaleg
Hjartahlý
Rómantísk
Náðu í appið og taktu þátt í umræðum og stjörnugjöf
Sýnir 10 af 1218
Gunnhildur
30 juni 2022
Mikið hefði mér haft gaman af bókinni hefði hún verið betur lesin. Enginn blæbrigða- eða greinarmunur er hér gerður á milli sögupersóna og finnst mér lesari bara alls ekki nógu vel að sér um tilfinningalíf þeirra. Þessum lestri þarf að vera „ritstýrt” betur, ef einhver skiptir sér nú að honum á annað borð. Bókin er vissulega fallega og þægilega lesin en það er ekki það sem þarf til að blása lífi í svona magnað bókmenntaverk.
Hrafnhildur
12 mars 2021
Yndislegar bækurnar hennar,get hlustað aftur og aftur💖💖
Sólmundur
11 apr. 2020
Frábær lestur á stórkostlegu verki.
Katrín
23 sep. 2021
Elska Dalalíf. Mæli mikið með!
Elisabet
5 apr. 2023
Bestu bækur
Katrín
30 juni 2020
Yndisleg saga og mjög fræðandi um daglegt líf á þessum tíma.
Sigríður
6 feb. 2020
JÁ ágætlega og góður lestur
Þórey
28 dec. 2021
Kallar á næstu bók
null
5 juni 2020
Spennandi
Inga
18 sep. 2021
Skemmtilega lesin
Íslenska
Ísland