347 Umsagnir
4.39
Seríur
Hluti 1 af 15
Tungumál
Íslenska
Flokkur
Barnabækur
Lengd
36Mín

Sögur fyrir svefninn – Ferðin til tunglsins

Höfundur: Eva Rún Þorgeirsdóttir Lesari: Salka Sól Eyfeld Hljóðbók og Rafbók

Óli elskar tunglið. Kvöld eitt þegar Óli á að vera farinn að sofa lendir hann í ævintýri með hundinum sínum Mána. Þeir ferðast alla leið til tunglsins í heimasmíðaðri geimflaug sem Óli býr til í svefnherberginu sínu. Þessi saga fjallar um það hvernig ímyndunaraflið getur farið með okkur í ferðalag – meira að segja lengst út í geim.

Sögur fyrir svefninn eru hrífandi ævintýri sem hjálpa börnum að finna ró fyrir svefninn með aðstoð ímyndunaraflsins. Rithöfundurinn Eva Rún Þorgeirsdóttir hefur margra ára reynslu af því að kenna börnum jóga, slökun og hugleiðslu. Sögurnar leiða unga hlustendur inn í jákvæðan og uppbyggilegan ævintýraheim – og þaðan inn í draumalandið. Salka Sól gæðir sögurnar lífi með einstökum lestri sínum.

Mynd á kápu: Ninna Þórarinsdóttir

© 2020 Storytel Original (Hljóðbók) ISBN: 9789152108871 © 2020 Storytel Original (Rafbók) ISBN: 9789180113052 Titill á frummáli: Sögur fyrir svefninn

Skoða meira af