
Tólf keisarar I - Caesar
- Höfundur:
- Gaius Suetonius Tranquillus
- Lesari:
- Vera Illugadóttir
Hljóðbók og Rafbók
Hljóðbók: 7. júlí 2021
Rafbók: 7. júlí 2021
- 248 Umsagnir
- 4.36
- Seríur
- Hluti 1 af 6
- Tungumál
- Íslenska
- Flokkur
- Saga
- Lengd
- 3Klst. 29Mín
Tólf keisarar I - Caesar
Höfundur: Gaius Suetonius Tranquillus Lesari: Vera Illugadóttir Hljóðbók og Rafbók„Einhver skemmtilegasta bók sem rituð hefur verið.“ - Egill Helgason
„Frábær bók, oft á toppi sagnfræðinga um Rómaveldi.“ - Hallgrímur Helgason
Um árið 100 hóf Suetonius að skrifa sögu fyrstu keisara Rómaveldis. Í afar fjörugri og líflegri frásögn rekur hann afreksverk þeirra jafnt sem ótrúlega glæpi, samsæri, undirferli og yfirsjónir í rúminu í bland við orrustur, borðsiði og fjölskyldumál. Þetta er sú bók sem listamenn leita til þegar þeir vilja litríka og nákvæma mynd af mögnuðum tíma í sögu mesta heimsveldis fornaldar. Þetta er sannarlega bersögul og tæpitungulaus frásögn.
Þýðing verksins var styrkt af Miðstöð íslenskra bókmennta.
Í þessum fyrsta hluta Tólf keisara segir frá Juliusi Caesar, manninum sem lagði grund að keisaraveldinu. Í æsku þótti hann léttur á bárunni — hann var „karl allra kvenna, kona allra karla“ eins og sagt var. Um leið var Caesar altekinn af óbilandi metnaði, og hann braust til æ meira valda. Keppinautana beit hann af sér hvern af öðrum, uns teningunum var kastað og hann gekk af lýðveldi Rómaveldis dauðu. En eins og líka var sagt af öðru tilefni: Í draumi sérhvers manns er fall hans falið – og örlög Caesars urðu grimm.
Skoða meira af


Hlustaðu og lestu ókeypis í 3 daga
Njóttu þess að hlusta ótakmarkað á bókasafnið okkar í 3 daga, þér að kostnaðarlausu.